"Helvítis íhaldið".

Að kalla sjálfstæðismenn "helvítis íhaldið" er vinstri mönnum mjög á tungu tamt. Göbbel sálugi, lærifaðir vinstri manna, notaði þessa tækni líka, að segja sömu hlutina nógu oft. Það fær fólk til að trúa nær hverju sem er.

Ef litið er til framkominna upplýsinga síðustu missera, þá má glöggt sjá, að sjálfstæðismenn stóðu sig vel, að mestu leiti, alla sína stjórnartíð.

Ekki má gleyma því að "helvítis íhaldið" byrjaði strax að vinna að lækkun skatta, eftir valdatökuna árið 1991. Fyrirtæki landsins voru í heljargreipum eftir skattpíningu vinstri stjórnarinnar sem á undan ríkti.

Einnig var gerð opinber rannsókn á Byggðarstofnun, en þar á bæ hafa menn farið ógætilega með fé. Það skal viðurkennast, að lengra hefði átt að ganga í þeim málum og ganga harðar í að minnka útgjöld ríkisins.

En oft er erfitt að vinna með heimtufreka kjósendur á bakinu og forystumenn hinna ýmsu hagsmunahópa, sem allir heimta sitt.

En ekki má gleyma því, að "helvítið íhaldið" greiddi niður erlendar skuldir og það gerði stöðuna skárri heldur en hún þó var, þegar allt hrundi.

Þrátt fyrir aumingjavæl fjármálaráðherrans, þá eru til ríki sem eru í verri stöðu en við.

Það er vegna þess að "helvítis íhaldið" setti á neyðarlög í kjölfar kreppunnar, sem gerðu hrunið léttbærara en hjá t.a.m. Írum, en þeir fóru þá leið sem Þorvaldur Gylfason vildi fara, veittu opinberu fjármagni til þess að halda bönkunum á floti.

Það er greinilegt að menn vissu hvað þeir voru að gera þegar neyðarlögin voru sett, í ljós hefur komið að þau standast.

Gallinn við sjálfstæðismenn er hins vegar sá, að þeir eru ekki eins góðir áróðursmenn og þeir sem á vinstri vængnum dvelja.

Geir H. Haarde er vandaður maður og ágætlega greindur. Hann er ekki stöðugt að gorta sig af eigin verðleikum. Sennilega hefði hann mátt gera meira af því.

Hann stóð að því að setja Rannsóknarnefnd alþingis á legg. Þorvaldi Gylfasyni þótti fyndið að alþingi rannsakaði sjálft sig, en hann dásamaði skýrsluna svo þegar hún kom út.

Hún var vissulega ekki gallalaus, en margt má samt af henni læra.

Geir mæltist til þess, að kosningar færu fram eftir útkomu skýrslunnar, sennilega hefur hann vitað að hann hafði hreina samvisku.

Ef þessi árans "búsáhaldabylting" hefði ekki farið fram, þá hef ég trú á að "helvítis íhaldið" hafði nú gagnast okkur betur en þeir ræflar sem halda um valdataumana í dag.

Þá væru komin sennilega tvö álver á kortið, með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu og tekjuaukningu fyrir ríkissjóð, auk þess væru skattar lægri osfrv. En við værum vissulega ennþá að takast á við afleiðingar hrunsins, á mildari hátt en við gerum nú.

Sjálfstæðismönnum myndi aldrei detta sú della í hug, að senda menn á borð við Svavar og Indriða H. til að semja um Icesave, þannig að það ferli hefði tekið mun skemmri tíma. Ekki værum við heldur að borga stórar upphæðir í ESB umsóknarferlið.

Ég efast reyndar um að nokkur einstaklingur annar en Steingrímur Joð myndi hafa sent svona samningamenn út af örkinni.

Ég hef trú á því að meirihluti þjóðarinnar hugsi á skynsamlegum nótum. Það erum hins vegar vitleysingarnir í hinum gasprandi minnihluta, sem fá sitt fram.

Laun heimsins eru vanþakklæti og til að feta í fótspor mikils stjórnmálaskörungs, langar mig að segja eftirfarandi að lokum;

Fyrir rúmum tvöþúsund árum kom Kristur til jarðar. Hann var kærleikurinn holdi klæddur og réði mönnum heilt. Hans laun voru þau, að fá að deyja á krossi.

Við íslendingar fengum vandaðan og heiðarlegan mann til þess að stjórna landinu. Hann heitir Geir H. Haarde.

Hann er settur á sakamannabekk fyrir að hafa unnið að heilindum alla sína tíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Íhaldið var orðið samansafn af klúðrurum.

Hins vegar þá er vissulega svo að gengið sem tók við er svo ofsalega slæmt að það var eintóm jól í samanburðinum.  Þessi nostalgía hjá þér er eins og maður sem er illa haldinn af kóleru, að dásama dagana þegar hann var "bara" með niðurgang.  (Án þess að ég sé eitthvað að gera lítið úr kóleru með því að bera hana saman við VG & co.)

Ásgrímur Hartmannsson, 17.12.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

,,Allt er betra en Íhaldið"

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2010 kl. 20:57

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

íhaldið gleymdi sér og datt úr frjálslyndisgírnum í stjórnlyndisgírinn.

Stjórnmálamenn halda oft að þeir séu upphaf og endir alls en gleyma því að það er almenningur sem skapar og drífur landið áfram.  Stjórnmálamenn geta tekið þátt og verið með en þegar þeir taka upp á því að skemma fyrir eins og gert var frá amk 2001 þá má kalla það "helvítis íhaldið".

Menntaður hagfræðingur eins og Geir H Haarde hefði átt að sjá fyrir löngu hvert stefndi og hann hefði átt að taka á þeim gríðarlega óstöðugleika sem var í kerfinu.

Kannski vildi Geir gera gott en með stjórnlyndum aðferðum sínum þá gerði hann illt verra.  Það er ekki nóg að vilja gera gott, menn verða að vita hvernig þeir fara að því.

Lúðvík Júlíusson, 18.12.2010 kl. 05:36

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur athugasemdirnar Ásgrímur, Þórdís Bára og Lúðvík.

Ásgrímur, ég er ekki haldinn neinni "nostalgíu" að þessu leiti. Ég hef eingöngu alltaf verið sannfærður um, að þjóðinni farnast best þegar sjálfstæðismenn eru við völd. En ég er meðvitaður um að þeir gera mistök eins og aðrir.

Annars líður mér sjálfum alltaf prýðilega, því við búum þrátt fyrir allt í friðsælu landi. Mér leiðist hinsvegar vinstri stjórn, ég man þær nokkrar.

Þórdís Bára, með fullri virðingu fyrir þér, þá finnst mér þetta algjört rugl hjá þér. En svona eru skoðanir fólks misjafnar.

Lúðvík, ég er sammála þér í meginatriðum. En ég fer ekki ofan af því, að Geir hafi gert fleiri góða hluti en slæma og það nægir mér.

Við fáum víst aldrei fullkomna menn til þess að stjórna landinu, enda eru þeir ekki til.

Jón Ríkharðsson, 18.12.2010 kl. 07:23

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er hvorki vinstri né hægri sinnuð,  en kannski ef ég setti niður á blað myndi einhver geta "greint" mig.  Þetta er svona svipað og í trúmálunum,  ég tel mig vera Krists - en mínar skoðanir eða tilfiinningar gagnvart trúnni falla ekki í neina hefbundnar katagoríur.

Ég held að vandamál Sjálfstæðisflokksins séu þau að þó að hugmyndafræðin sé ágæt, þá virkar það alla vega þannig að þegar maður heyrir af einhverjum spilltum sem er að svindla - moka undir sjálfan sig eða seilast á óheiðarlegan og/eða siðlausan í vasa skattborgar þá er sá hinn sami oftast í Sjálfstæðisflokknum - hvers vegna er það? .. er það rangt hjá mér? Framsókn hefur orð á sér fyrir einkavinavæðinguna frekar - þ.e.a.s. að koma sínum mönnum áhrifastöður.  Auðvitað er þetta bara það sem ég hef heyrt. Vinstri græn eru dæmd fyrir að "vilja banna allt" .. hvað með Samfylkingu? Ætla ekkert að fara út fyrir þessa fjóra flokka.  

Kannast þú við þetta Jón,  varðandi orðsporið? 

En hvað er skást? - það er virkilega erfitt að segja.  Mér finnst að fólk eigi að standa oftar með sinni sannfæringu en ekki fljóta með flokknum ef það er á móti.  Það þarf að sópa undan mottunum og hafa gegnsæja stjórnsýslu, því margur verður af aurum api og ég held að apakettirnir séu margir.  

Svona þegar ég held áfram að hugsa upphátt þá er það sem vantar í raun: Auðmýkt, heiðarleiki og þjónustulund. Óska eftir þannig fólki á Alþingi! ..  Fólki sem spyr ekki hvað vill Ísland gera fyrir mig, heldur hvað get ég gert fyrir Ísland?  (Svo maður noti nú frasann hans Kennedy´s)   Að sjálfsögðu þarf sterkt fólk,  með sjálfstraust og sjálfsvirðingu í djobbið - tekur starf sitt hátíðlega en ekki sjálft sig. 

Að lokum - þá finnst mér alveg fáránlegt að fólk sem hefur orðið uppvíst að mjög alvarlegum afglöpum í starfi sé enn inni á þingi,  en biðjist ekki fyrirgefningar og hunskist til að halda sig heima.  Þetta á við fólk úr öllum flokkum. 

Ég tek undir með þér að ég held að Geir H. Haarde sé heiðarlegur. 
Mér finnst mjög ómaklegt að setja hann einan fyrir Landsdóm - annað hvort átti að setja þau öll fjögur eða ekkert. Svo kemur þetta út eins og hann hafi  þegar verið dæmdur sekur og þau hin saklaus,  þvílík fyrra og léleg pólitík. 

Jæja - ég verð bara pirruð þegar ég fer út í þessa þvælu!

Nú er kominn tími á kaffisopa. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 10:22

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

... firra er að sjálfsögðu ekki með y! .. leiðréttist hér með.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 10:25

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Jóhanna mín, vonandi hefur þú notið kaffisopans.

Sjálftaka er ansi algeng hér á landi, menn eru nefnilega svolítið gallaðir, allflestir.

Það er vitanlega sjálftaka þegar fólk þiggur bætur og vinnur svart með. Svoleiðis fólk er í öllum flokkum. Það hafa komið upp spillingarmál í öllum stjórnmálaflokkum, en Sjálfstæðisflokkurinn er áberandi, því er ekki að neita.

Fjölmiðlum þykir gaman að geta sagt frá einhverju misjöfnu sem gerist í þeim flokki.

Kannski eru fleiri spilltir einstaklingar þar, vegna þess að það eru fleiri í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. Ekki veit ég til þess að það hafi farið fram nein rannsókn á þessu máli, enda lítið um rannsóknir í umræðunni.

Ég hef oft sagt þetta sjálfur, með að spyrja hvað við getum gert fyrir landið, þannig að ég er sammála því.

Það gengur ekki að beina kastljósinu á einn hóp samfélagsins. Við komumst ekkert áfram nema allir vinni saman og taki til hjá sér.

Jón Ríkharðsson, 18.12.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband