Til hamingju Guðlaugur Þór!

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur sýnt það og sannað, að hann er í hópi okkar öflugustu þingmanna, einnig stóð hann sig með afbrigðum vel sem heilbrigðisráðherra.

Gaman verður að fylgjast með framvindu málsins hjá Ríkisendurskoðun.

Ekki er ég viss um að Jóhanna segi af sér, hún er eins og staður hestur og hreyfir sig hvergi, hvað sem á dynur. En ósennilegt er að hún sitji annað kjörtímabil, bæði sökum aldurs og einnig er fremur ólíklegt að nokkur heilbrigð manneskja treysti henni eftir allt sem á undan er gengið.

Já, tími Jóhönnu fór jafn snögglega og hann kom.


mbl.is Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Ég er alveg sammála þér Jón. Guðlaugur er öflugasti þingmaðurinn á þingi í dag, og stóð sig mjög vel sem ráðherra. Það er langt síðan tími Jóhönnu rann út.

Ómar Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ómar.

Jón Ríkharðsson, 20.12.2010 kl. 18:43

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Það væri ekki úr vegi,að fá einnig allar upplýsingar um kostnað við allar þær nefndar,sem eru að störfum,en það er talið yfir 300.Þar af 150 voru stofnsettar á síðust ára.

Það skilur engin,að það skulu vera þörf fyrir allar þessar nefndir.Ég mundi telja að þurfi kannske að fara annan hring.Það er að segja að stofna nefndir til að rannsaka starfandi nefndir.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.12.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já þetta er ansi snúið Ingvi minn, það skal viðurkennast. Og einnig grátbroslegt að leggja út í kostnað við að stofna nefnd til að rannsaka kostnað við aðrar nefndir.

En hún er skrítin tík þesi pólitík, eins og afdalabóndinn átti að hafa sagt í gamla daga.

Jón Ríkharðsson, 20.12.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli verði hægt að hafa þessar nefndir í matinn ef við verðum uppiskroppa?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2010 kl. 01:53

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

150 nefndir á 1 ári mar mar mar bara áttar sig ekki á þessu

Magnús Ágústsson, 21.12.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband