Eru "Jóhönnutaktar" Lilju að gera út af við Samfylkinguna?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur mikið verið dásömuð fyrir sína einurð, þrjósku og sterku réttlætiskennd hjá félögum sínum í Samfylkingunni. Hennar vinsældir urðu til, vegna þess að hún stóð fast á sínu og skeytti þá ekkert um stefnur þeirra ríkisstjórna sem hún sat í. Oftar en einu sinni hótaði hún að segja sig úr hópnum, ef eitthvað var gert sem andstætt var hennar vilja. Hún var ávallt mikill einfari í pólitík.

En þessi undarlegi klúbbur snýst nú gegn manneskju sem býr yfir þessum mannkostum sem þau hrósuðu Jóhönnu hvað mest fyrir. Það er vegna þess að það hentar þeim ekki í augnablikinu.

Ég veit ekki hvort nokkur stjórnmálafræðingur getur skilið Samfylkinguna, kannski væri ráð að leita álits hjá sálfræðingum?


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Það væri eðlilegt að Jóhanna léti svona eins og hún lætur,ef Samfylkingin væri ein við stjórn.En hún á víst erfitt með skilja að það er annar flokkur,sem myndar ríkisstjórn með  Samfylkingunni.

Þó að hún geti leitt suma af þingmönnum VG,þá eru aðrir ekki tilbúnir að dragast í taumi hennar.En meðan hún heldur uppi þeim leik,að það sé hún sem ráði öllu,er hætt við að hennar tími sé brátt liðinn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.12.2010 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:20

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur báðum fyrir góð innlegg, Ingvi og Guðmundur.

Ég er sammála ykkur báðum.

Jón Ríkharðsson, 21.12.2010 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband