Gleðileg jól.

Ég vil óska öllum lesendum sem og ritendum bloggheima gleðilegra jóla og einlægrar Guðsblessunar.

Ég veit að Guð blessar einnig heittrúuðu "Vantrúarmennina" og horfir í gegn um fingur sér, þótt þeir efist um tilvist hans, ég gæti trúað að hann hefði gaman af þeim því Guð hefur ríkulegan húmor.

Ég hef einsett mér að spekúlera lítið í pólitík í dag, heldur að hugsa um fallegu börnin mín og fallegu eiginkonuna mína.

En við skulum líka hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda, eru einmanna um jólin og eru að upplifa jól í skugga átvinamissis. Við eigum að "bera hvers annars byrðar" og þar af leiðandi taka á vissan hátt þátt í sorgum hvers annars.

Sameinumst í þeirri von og trú að allt fari nú vel að lokum, þrátt fyrir að erfitt sé nú um stundir.

Pólitíkin er lævís bæði og lipur og hún bankar mjög krefjandi á dyr. 

Til að sameina kristilegt hugarfar og pólitískar skoðanir, vil ég taka það fram að ríkisstjórnin er að krossfesta þjóðina. Þess vegna er best að segja eins og frelsarinn forðum, er hann var krossfestur;"Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband