Brellur vinstri manna.

Þegar vinstri menn komast til valda, þá beita þeir stöðugt einhverjum fáránlegum brellum til þess að styrkja sína stöðu og blekkja kjósendur.

Það vantaði ekki fögur loforð varðandi umbætur og nýjungar þegar þau komust til valda. Sumir trúgjarnir kjósendur glöddust yfir þeirri nýjung að nú skyldu fengnir fagmenn í ráðherrastóla til þess að bæta vinnubrögðin. Fengnir voru tveir uranþingsráðherrar, þau  Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon.

Gylfi reyndist líkur hefðbundnum pólitíkusum, reyndi að ljúga sig út úr mistökum sínum. En Ragna stóð sig með stakri prýði og hefði vafalaust gert góða hluti ef hún hefði fengið lengri tíma.

Svo þegar búið var að rugla þjóðina með allskyns æfingum, þá sættu þau lagi og létu fagmenninga flakka.

Ekki má heldur gleyma fögrum fyrirheitum varðandi gagnsæi osfrv., allt var það svikið um leið og sest var í ráðherrastólanna.

Þetta kennir íslendingum það enn og aftur, að þrátt fyrir breyskleika hægri manna, þá er stórhættulegt að koma vinstri mönum til valda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Heyr, heyr, en hægra pakkið er ekkert skárra, þetta er allt sami viðbjóðurinn.

Árni Karl Ellertsson, 26.12.2010 kl. 02:19

2 identicon

Heilir og sælir; Jón - og Árni Karl, sem aðrir gestir !

Árni Karl; fornvinur sanni !

Má til; að leiðrétta þig, aðeins. Pakkið; sem þú nefnir réttilega; er Miðju-moðs.

Hægri menn; raunverulegir, hefðu aldrei látið þau ósköp dynja yfir Íslendinga, sem við er að kljást, á komandi áratugum - sem öldum.

Svo; til haga skyldi halda, ágæti drengur.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason 26.12.2010 kl. 03:28

3 Smámynd: Einar B  Bragason

Hó vinsti menn eru ekki sjórnmálamenn heldur hreinræktaðir glæpamenn og mannorðsmorðingjar er láta aldrei satt orð falla... Já sannleikanum verður hver sárreiðastur, það er bara þannig enda vinstrimenn með lítil hjörtu.

Einar B Bragason , 26.12.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið, Árna Karli, stórvini mínum úr Suðuramti Óskari Helga og Einari B.

Árni Karl, "hægra pakkið" hefur engu að síður staðið sig skár heldur en vinstri mennirnir. Um það vitnar sagan, afnám hafta, lækkaðir skattar ásamt ýmsum framförum í stjórnartíð sjálfstæðismanna sýna með óyggjandi hætti að skárra er að búa við hægri stjórn hér á landi.

En vissulega eru sjálfstæðismenn breyskir eins og aðrir.

Óskar Helgi, ég held að heimskan hafi nú farið ansi víða og hún er þekkt fyrir að gera sér ekki mannamun, hún getur lagst á hægri menn jafnt sem vinstri menn. Enda er heimurinn í klessu eftir hina miklu yfirferð heimskunnar á umliðnum árum.

Einar B., þótt ég sé eindreginn hægri maður, þá mun ég seint saka vinstri menn um glæpi. Þeir gera og hafa gert mörg heimskupör og þótt heimskan sé skaðleg, þá er hún ekki glæpsamleg.

Ekki mundi ég saka nokkurn um glæp, nema hafa góðar og haldbærar sannanir að undangenginn góðri rannsókn.

Jón Ríkharðsson, 26.12.2010 kl. 11:58

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það eru brjóstumkennanlegir menn sem sjá alla hluti bara í svart/hvítu. 

Þórir Kjartansson, 26.12.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Einar B  Bragason

Sæll

Ég er nú bara að tala um að vinstri menn fara ávalt með glæpum þar sem þeir koma að stjórnar fari, má þar nefna Austur Evrópu áður fyrir, sovét, Kína, N-Kóreu þetta má lengi telja og það endalaust enda hugsun þeirra sú að þeir sem ekki gegna eða kinka kolli eru á móti og skal setja í gúlag eða skotnir ella, ef hugmyndin kemur frá hægri þá er hún vond hugmynd, samanber yfirlýsingar forustumanna Vinstrigræna á dögunum, þetta lið sér ekkert nema rassinn á lenin og smá menninu stalin er drap meira af sínu eigin fólki en öll heimsstyrjöldin kostaði, þar er steingrímur j Sigfússon ekki hótinu betri.

Einar B Bragason , 26.12.2010 kl. 15:50

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hægri eða vinstri skiptir ekki svo miklu máli, það eru peningarnir sem ráða og þeir sem valdið hafa á þeim vettvangi stjórna ríkisstjórnum hverjum tíma.

Það helsta sem skiptir máli varðandi hægri og vinstri í Íslenskri pólitík er að vinstri menn hafa fjölmiðlana og forkólfa launafólks á sínu bandi. Því geta þeir leift sér ýmislegt sem hægri mönnum yrði ekki liðið. Þetta sannast enn einu sinni á nýsamþykktum fjárlögum. Ef hægri stjórn hefði vogað sér að leggja fyrir þingið þvílíkt rugl sem þessi fjárlög eru, hefðu fjölmiðlar farið á flug, forsvarsmenn launafólks hrokkið í gang og allt orðið vitlaust í þjóðfélaginu. En vegna þess að þetta kom frá vinstri stjórn heyrist hvorki hósti né stuna!!

Annað sem skiptir máli hvort hér er hægri eða vinstri stjórn er að hægri menn hugsa um það fyrst og fremst að atvinnuvegirnir getu dafnað og þar með fólkið í landinu, en vinstri menn skilja ekki slíkan hugsanahátt. Þeir vilja skattleggja allt og alla og telja að með því að fjölga störfum hjá ríkinu megi afla tekna fyrir ríkissjóð!!

Aðalmálið er þó það að peningar ráða og þeir sem þeim ráða vilja að sjálfsögðu vinstri sjórn. Hún er meðfærilegri!!

Gunnar Heiðarsson, 26.12.2010 kl. 16:31

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Þórir, heimurinn býr nefnilega yfir ansi fjölbreyttu litrófi.

Einnig er það rétt þegar þú setur þetta svona fram Einar B., vinstri menn eru vissulega herskárri en hægri menn og allt of mikið fyrir hvers kyns ofbeldi. Ég þoli nefnilega ekki ofbeldi, bara alls ekki.

Gunnar, þetta er rétt sem þú segir og ég fagna því að fjölmiðlar veiti hægri mönnum mikið aðhald, þeir mættu vera beittari við vinstri menn án þess að slá af kröfum sínum varðandi hina.

Einnig talar þú um höfuðkost hægri manna og ástæðuna fyrir því að ég styð Sjálfstæðisflokkinn, það skiptir sjálfstæðismenn miklu máli að fyrirtæki hagnist og að það sé næg vinna til staðar. Enda er það grundvöllur þess að samfélag fái staðist.

Það er algerlega ómögulegt að fá menn af holdi og blóði til þess að skapa fullkomið samfélag, það hefur verið vitað lengi.

Jón Ríkharðsson, 26.12.2010 kl. 18:29

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

@Einar B Bragason Bara að benda þér á að hræðilegustu stjórnir heims hafa verið hægri stjórnir. Nægir að nefna Hitler, Mussolini, Bush og svo Davíð Odddson.

Og þessar vinstri stjórnir í Austur Evrópu voru náttúrulega alls ekki neinar vinstri stjórnir heldur var kommúnismin notaður til að búa til valda stétt sem stjórnaði svo í formi einræðis eða forréttindastéttar sbr. Norður Kórea.

Og ef þú ert að velta fyrir þér glæpum þá væri t.d. hægt að nefna hvernig farið var með eigur ríkisins frá 1998 til 2003.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.12.2010 kl. 22:11

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég býð þig sérstaklega velkominn Magnús Helgi, því alvöru vinstri menn eru sjaldséðir í athugasemdakerfinu hjá mér af einhverjum ástæðum, eins og ég hef nú gaman af þeim.

Hitler Mussolini og Bush hafa þó allir eitt fram yfir núverandi ríkisstjórn, þeir stóðu allir með sinni þjóð og vörðu hana út á við, þótt ekki telji ég þeirra verk almennt til fyrirmyndar. Einnig tókst þeim nú að efla samstöðu og auka von og trú hjá sínum þjóðum, það hefur okkar ráðamönnum ekki tekist.

Okkar ríkisstjórn hins vegar var tilbúin til að hlýða nánast öllu sem Bretar og Hollendingar heimtuðu af henni.

Ekki tel ég Davíð í hópi þessara þriggja sem þú nefndir, en hann mundi heldur ekki láta útlendinga traðka á sér eins og þessi vesæla ríkisstjórn gerði. Hann ber vitanlega höfuð og herðar yfir þessa vesalinga sem dunda sér í ráðherrastólum um þessar mundir.

En í guðs almáttugs bænum, ekki vera sammála mér, því ég tek undir það sem Milton friedman sagði; "ólíkar skoðanir bæta heiminn" og kosturinn við frelsið er, að hver og einn má hafa sína skoðun, þótt hún sé ekki alltafraunveruleikanum samkvæm.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband