Það er greinilega vinstri stjórn við völd.

Þessi frétt ber það augljóslega með sér að vinstri menn ráða ríkjum um þessar mundir.

Sagan er að endurtaka sig frá árunum 1988-1991, en þá ríkti einmitt líka vinstri stjórn hér á landi. Á þeim tíma voru háir skattar að kyrkja atvinnulífið, nú eru þeir að koma aftur.

Og fyrst að það er enginn fjandans miðju hægriflokkur að þvælast fyrir, eins og Framsóknarflokkurinn gerði í fyrri vinstri stjórn, þá geta vinstri menn látið alla sína villtustu drauma rætast.

Núna er loksins hægt að koma í veg fyrir að menn fari að verða  ríkir, bara hækka skatta nógu mikið og frelsið er hægt að takmarka, þannig að ríkið hafi nú undirtökin á markaðnum. 

Það er auðvelt að kenna bara sjálfstæðismönnum um þetta allt saman, þjóðin trúir því hvort sem er að þeir hafi valdið öllu hruninu og gott ef ekki er hægt að ljúga því að hinni auðtrúa þjóð, að sjálfstæðismenn standi fyrir falli allra banka heimsins.

Verst er að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nema rúmlega áttatíu ára gamall, annars væri freistandi að kenna honum um fall Rómarveldis


mbl.is 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður Jón!!

Það er brýnt að koma þessum niðurriföflum frá hið allra fyrsta, áður en það er orðið of seint!!

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Gunnar, ég er sammála þér.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband