Mánudagur, 17. janúar 2011
Þensla í undirheimum.
Ég er alveg steinhissa á að nokkur skuli geta borið blak af sitjandi ríkisstjórn, það er sama hvert litið er, allt er í molum hjá henni.
Það er verið að setja stórfé í stjórnlagaþing, samningsviðræður við ESB og aukin útgjöld til Bankasýslu ríkisins. Einhverjum kann að þykja þetta prýðismálefni, en varla er hægt að segja með alvöru rökum að framangreind atriði eigi að vera efst á forgangslista á sama tíma og stöðugt er skorið niður í löggæslumálum.
Innbrotatíðni eykst jafnt og þétt og ofbeldisglæpir ýmsir og ríkisstjórnin aðhefst ekkert.
Þessi lánlausa og handónýta ríkisstjórn, veldur mikilli þenslu í undirheimum landsins og glæponar græða á tá og fingri, meðan hart er sótt að heimilum og löglegri starfsemi í landinu.
Ef ég hefði þankagang vinstri manns myndi ég segja ríkisstjórnina handbendi glæpamanna, en ég skrifa þetta á alþekkta vankunnáttu vinstri manna til að stjórna landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.