"Stétt með stétt".

Slagorðið "stétt með stétt" hefur fylgt sjálfstæðisflokknum allt frá stofnun hans. því miður hefur aldrei auðnast að koma því í framkvæmd, en það yrði lykill að mikill hagsæld.

Vinstri mennirnir komu af stað stéttarátökum sem voru ekki til farsældar fyrir þjóðina. Hægt er að færa rök fyrir því, að kaupgjaldið hafi oftar en ekki verið hærra en framleiðslan hefur staðið undir.

Launþegar og vinnuveitendur þurfa að vera samstíga í uppbyggingu fyrirtækja landsins. Þeir þurfa að setjast niður og finna sameiginlegan flöt á sínum ágreiningsefnum og ná að skilja hvern annan til fulls.

Það er vissulega langtímaverkefni, en nauðsynlegt að fara í.

Batnandi hagur beggja er allra hagur. Starfsmenn þurfa að leggja sitt af mörkum til að auka framleiðni og leitast við að spara á réttum stöðum, atvinnurekendur ber að sýna starfsmönnum umbun takist þeim að hjálpa til við raunverulega uppbyggingu fyrirtækisins.

Þetta er ný hugsun byggð á gömlu slagorði sjálfstæðismanna. Það sem þjóðin þarf er ný hugsun.

Hugsun byltingaraflanna frá Austurvelli er ekki ný. Oft hafa byltingaröfl tekið völdin með sömu hugsun að baki, að umbylta ríkjandi stjórnarfari og það hefur ekki farið vel til þessa. Að mínu viti er sú tilraun fullreynd.

Stjórnsýslan virkar og hana má bæta með tíð og tíma. En varlega þarf að fara í allar breytingar, því það sem virðist gott og fallegt um stund, getur falið í sér stóra galla þegar til lengri tíma er litið.

Núverandi stjórnfyrirkomulag hefur virkað til þessa, það er að flestu leiti sambærilegt í nágrannalöndum okkar.

Við þurfum fyrst að einbeita okkur að því að vinna okkur út úr efnahagsvandanum og koma á sátt í samfélaginu.

Sátt milli aðila vinnumarkaðarins og sátt milli þings og þjóðar.

En það þýðir ekki að fólk eigi að vera sátt við núverandi ríkisstjórn, hún þarf að hverfa frá völdum hið fyrsta til að atvinnulífið geti dafnað.

Þegar stjórnin hverfur frá völdum getum við orðið sátt við þá sem fyrir henni fara, því þau hafa gert sitt besta.

Vitið er bara ekki meira en Guð gaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góðan pistil Jón/steklega siðustu hendingina/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 17.1.2011 kl. 02:06

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Halli minn, við sjálfstæðismenn kunnum nefnilega að fyrirgefa eins og þú veist.

Reiðin gerir engum manni gott.

Jón Ríkharðsson, 17.1.2011 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband