Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Skrapp Davíð til Danmerkur?
Þótt mér þyki það miður mjög að bankar verði gjaldþrota úti í heimi, þá get ég ekki annað en hugsað til þeirrar múgsefjunar sem orðið hefur hér á landi.
Bankakerfið hjá okkur var í rúst, þeir urðu gjaldþrota eins og allir vita.
Eflaust eru margir vinstri menn ósammála mér, en ég efast um að Davíð hafi átt hlut að máli varðandi fall Amagerbankans.
Hvenær ætlar fólk að skilja þá staðreynd, að óábyrg stjórnun þeirra sem báru ábyrgð á rekstri bankann er um að kenna.
Skyldi einhverjum Dana detta í hug, að lögsækja forsætisráðherrann þar í landi út af bankakrísunni og kreppunni sem þeir eru að upplifa um þessar mundir?
Amagerbankinn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- arncarol
- aslaugfridriks
- asthildurcesil
- baldher
- berg65
- beggo3
- bjarnihardar
- dullur
- westurfari
- baenamaer
- binnib
- carlgranz
- jari
- einargisla
- hjolagarpur
- ellamagg
- eeelle
- emilkr
- blaskjar
- ea
- vidhorf
- trukona
- elnino
- gp
- muggi69
- alit
- zeriaph
- gunnargunn
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- hallarut
- doralara
- halldorjonsson
- hannesgi
- harhar33
- heimssyn
- aglow
- helgatho
- hhraundal
- ghordur
- hordurhalldorsson
- chung
- ieinarsson
- jenni-1001
- naflaskodun
- johanneliasson
- huxa
- angel77
- islandsfengur
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- jorunnfrimannsdottir
- kallpungur
- ksh
- kolbrunerin
- kiddikef
- kristinndagur
- kij
- kristinn-karl
- krist
- kristjan9
- vonin
- lifsrettur
- altice
- ludvikjuliusson
- mfo
- mofi
- morgunbladid
- sumri
- olijoe
- olafurjonsson
- t24
- omarbjarki
- svarthamar
- skari
- pallvil
- predikarinn
- ragnarbjarkarson
- ragnargeir
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- fullveldi
- sjos
- shhalldor
- sjonsson
- sigurdurkari
- sisi
- siggith
- sigvardur
- snorribetel
- stefanjul
- lehamzdr
- kleppari
- theodor
- theodorn
- tibsen
- vert
- valdimarjohannesson
- villagunn
- vey
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- icekeiko
- konnadisa
- doddidoddi
- nautabaninn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón það eru margir sem eru svo heilaþvegnir (t.d. álitsgjafar í DV) að þeir myndu trúa því að Davíð Oddsson eigi einhvern hlut í falli Amagerbankans, á bak við tjöldin að sjálfsögðu, þ.e. ef DV eða Egill Helgason héldi því fram.
Annars er mjög athyglisvert að skoða hrun Amagerbankans. Þetta gæti verið endursýndur þáttur um gjaldþrot íslensku bankana. Fjármálaeftirlitið danska vissi um stöðuna en gaf samt út "allt í lagi" stimpil sama og Finansstabilitetet þessar stofnanir urðu til þess að hlutafjáreigendur í bankanum dældu inn 1,5 milljarði dkr í bankann (nærri 35 milljörðum ísl kr) og danskir skattgreiðendur settu inn litlar 13,5 milljarða dkr tæpl 300.millarðar ísl kr. Þremur mánuðum eftir að þetta allt gerist hrynur bankinn eins og innantóm skel þar sem hundruðir milljarðar fossuðu út úr bankanum á þessum þrem mánuðum. Könnumst við nokkuð við þessa atburðarrás??
Að sjálfsögðu munurinn er bara sá að Danir eiga engann Davíð Oddson sem
Sveinn Egill Úlfarsson, 10.2.2011 kl. 11:42
Það vantaði aðeins niðulagið: Danir eiga engann DO sem reyndi að vara stjórnvöld og skattgreiðendur við, þó ekki væri hlustað á það í miðri hatursherferðinni gegn honum.
Sveinn Egill Úlfarsson, 10.2.2011 kl. 11:45
Gjaldþrot Amagerbaka mun áreiðanlega ekki sundra öllu hagkerfi Dana.
Davíð Oddssyni var bent á að erlendar skuldir Íslendinga væru orðnar margfalt hærri en efstu þolmörk í alþjóðlegri viðmiðun.
Davíð átti ekki sök á falli bankanna en honum bar að taka í taumana og stöðva útþenslu þeirra. Hann hefði betur látð ógert að leggja niður Þjóðhagsstofnun og hann hefði átt að hundast til að þiggja aðstoð breska seðlabankastjórans.
Hann hefði mátt sleppa því að grobba yfir góðri stöðu bankanna og bólgnum sjóðum Seðlabankans þegar efasemdir fóru að berast um styrk Icesave. Hversu miklum fjármunum hefði það bjargað ef Davíð hefði stöðvað innlánin í Icesave 4 mánuðum fyrir hrun?
Árni Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 12:18
Þakka þér fyrir athyglisvert innlegg Sveinn.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 12:22
Ég tók ekki eftir því að þú áttir bæði innleggin Sveinn, en þú bendir rétilega á að Davíð varaði við, en enginn hlustaði.
Fram hefur komið að hann var farinn að hafa áhyggjur af stöðu bankakerfissins strax árið 2003, en þá fannst honum vafasamt að bankar væru svona virkir í fjárfestingum atvinnufyrirtækja.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 12:24
Árni, ef ég skil þig rétt, þá ertu að tala um afneitun ráðamanna varðandi bankanna.
Þar er ég þér innilega sammála, en samt ber að geta þess, að erfitt var að gera nokkuð á þessum tíma.
Menn voru ekki fullkomlega vissir um að allt færi fjandans til og ef einhver andmælti bönkunum á árunum fyrir hrun, þá var viðkomandi tekin af lífi í fjölmiðlum. Heimurinn var heltekinn af heimsku á þessum tíma og er ég þar ekki undanskilinn, mér fannst þetta allt mjög flott hjá bankamönnunum.
Bent hefur verið á að Seðlabankanum skortir valdheimildir, bæði Már Guðmundsson og Davíð Oddsson hafa sagt það.
Hægt er að hártoga fram og til baka hvað hefði átt að gera og mögulegt að finna sannleikskorn í flestum sjónarmiðum sem komið hafa fram.
En það sem að skiptir máli í nútíð og framtíð er fyrst og fremst, að vera betur á verði og byggja upp öflugra eftirlitskerfi með ríkari valdheimildum, einnig þurfa allir íslendingar að fara í ítarlega sjálfskoðun.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 12:31
Nei Árni, Amagerbankinn mun ekki rústa hagkerfi Dana enda var búið að skipta um kennitölu á mánudeginum, en hann var látin falla um helgi svo nú er til "gamli Amagerbankinn" sem er þrotabú og svo nýi Amagerbankinn sem heldur kúnnunum en skilur eftir skuldirnar og er í eigu danskra skattgreiðenda og er til sölu.
Þetta með að DO hafi dásamað bankana þó hann vissi að þeir væru bara umbúðirnar, er hægt að alhæfa svo um flest alla pólitíkusa og bankamenn í Evrópu á þessum tíma. Þetta var eins og með drykkjusjúkdóminn, meðvirknin var algjör flestir vissu en máttu bara ekki tala um það því þá gat sjúklingurinn fallð og dottið í það. þannig var þöggunin í þeirri veiku von að hinum sjúka batnaði eða í tilfelli bankana næðu sér á strik aftur. Enginn vildi rúlla steininum af stað.
Sveinn Egill Úlfarsson, 10.2.2011 kl. 12:56
Það má bæta því við Sveinn, að ef DO hefði gefið eitthvað í skyn varðandi sínar áhyggjur af bönkunum, þá hefðu þeir hugsanlega orðið fyrir áhlaupi eins og skot.
Það þarf nefnilega að tala mjög varleg, þegar engin fullvissa er til staðar, en augljóst er að enginn vissi hvað kæmi til með að gerast.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 13:34
Mikið rétt ef DO hefði sagt á þeim tíma að bankarnir riðuðu til falls er ljóst að kröfuhafar og sparifjáreigendur hefðu rokið til og hreinsað út úr bankanum. Þetta má segja að hafi gerst í Amagerbank dæminu, kröfuhafar héldu að kröfurnar væru að tapast sama og sprifjáreigendur. Þegar svo tókst að auka eigiðfé bankans með stóru sprautunni frá ríkinu, biðu stóru kröfuhafarnir ekki boðana og stormuðu bankann og hundruðir milljarða fossuðu út og þar með grunnfé bankans.
Þá væri klárt að DO hefði verið ásakaður um að fella bankna með óábyrgu tali á viðkvæmum tímum.
Ef DO hóstar þá er hann að breiða út inflúensu skv. spunavélum Jóhönnu og Steingríms og fl.
Sveinn Egill Úlfarsson, 10.2.2011 kl. 13:59
Það er mikið talað um "run" á bankana ef seðlabankinn hefði birt efasemdir um styrk þeirra. Hverju hefði það breytt? Var þá eftir allt saman betra að láta vörslumenn líknarfélaga í UK og lífeyrisþega trúa því að allt væri í lagi? Hvers konar andskotans innræti er þetta eiginlega?
Á Íslandi gengur maður undir manns hönd við að réttlæta þann skelfilega glæp að véla blásaklaust fólk og stjórnendur líknarsjóða til að leggja´fjárhagslega framtíð sína í hendur íslenskra glæpamanna.
"Af því að annars hefði verið svo hætt við að menn sæju í gegn um svikin og forðuðu peningunum sínum."
Sveiattan!
Árni Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 14:08
Ps. Svo má hver sem vill mæra þau vinnubrögð sem að baki sölu bankanna lágu. Þar voru þeir að verki þokkapiltarnir Davíð og Halldór með skutilsveinum sínum, Kjartani J. Finni Ingólfs og öllu því huggulega setti sem raðaði sér í kringum klanið. Og svo var Valgerður aulinn látin blessa allt dæmið í einfeldningslegri upphafningu sinni eins og hún viðurkenndi í Kastljósþættinum.
Bankahrunið með sínum hroðalegu afleiðingum var líklega Jörundi hundadagakóngi að kenna.
Árni Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 14:16
Ég veit ekki hvort "runnið" hefði endilega breytt miklu, svona í ljósi þess sem gerðist, en það vissi enginn hvað myndi raunverulega gerast.
Það væri vissulega þægilegt líf ef hægt væri að sjá allt fyrir, en óvíst að það yrði þá nokkur þroski hjá mannskepnunni.
Já helvítið hann Jörundur, hann hefur þá átt upptökin að þessu öllu.
En þó margt megi eflaust miður segja, varðandi einkavæðingu bankanna, þá eru þau vinnubrögð ekki rót vandans, hún er mikið dýpri.
Ef allir bankar aðrir en þesir tveir sem einkavæddir voru hefðu staðið sig, þá horfði málið öðruvísi við.
En Árni, tilgátan um Jörund er alls ekki sú vitlausasta sem komið hefur fram, ég get alveg fallist á hana.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 14:27
Við höfum ekki verið að ræða hverjir voru valdir að bankahruninu um það held ég að allir séu sammála í dag að voru íslenskir siðleysingjar sem báru þá ósk í brjósti að verða alþjóðlegir siðleysingjar. Við höfum verið að tala um tímann vel fyrir sjálft hrunið þ.e. þegar DO segir að allt sé í lagi hjá íslensku bönkunum, hvort hann hefði átt að stiga fram þá og lýsa yfir áhyggjum yfir þoli bankakerfisins á Íslandi. Ég vil meina að slíkt hafi verið algjörlega útilokað fyrir Sðlabankastjóra að gera og verið talið nánast glæpsamlegt á þeim tímapunkti.
Icesave fer af stað 2006 og í ársbyrjun 2008 varar DO fyrstur manna ríkisstjórnina við mögulegu hruni bankakerfisins m.a. vegna þess að það sé svo útþanið að engar stoðir séu undir því.
Er það ekki að skjóta sendiboðann að segja að hann beri ábyrgð á því hverjir hefðu tapað á hruni íslensku bankana (sem fengu reyndar sitt greitt síðar). Andskotans innrætið er kannski meira hjá þeim sem áttu að vita og reyndar vissu um hvernig komið var en aðhöðust ekki neitt s.s. bankamálráðherrann og fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst eignedur og bankastjórarnir sjálfir og hirð þeirra.
Sveinn Egill Úlfarsson, 10.2.2011 kl. 16:13
Menn geta dundað sér við að lesa viðtöl, ræður og greinar eftir Davíð sem birtist hafa alla hans valdatíð, frá 1991 og þar til hann hætti.
Hann talaði alltaf á þeim nótum að menn skyldu fara gætilega og ekki hreykja sér um of, "sígandi lukka er best" sagði hann oft.
Einnig fannst mér hann einlægur í flestum viðtölum, hann gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og sagði þegar hann lét af störfum forsætisráðherra, að hann væri þakklátur sínu samstarfsfólki fyrir umburðarlyndið, því hann gæti verið ansi erfiður í umgengni.
Davíð er bara ósköp venjulegur maður með sína kosti og galla, en hann hefur óvanalega góða leiðtogahæfileika og það gerir hann sennilega svona umdeildan.
Að kenna honum um hrunið, er vitanlega fjarstæða, það voru óábyrgir bankamenn sem ollu því.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 16:32
Og ekki má gleyma Geir H. heldur, ekki felldi hann bankana. Samt á að draga hann fyrir dóm.
Eyjólfur G Svavarsson, 11.2.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.