Hæstvirtur ráðherra, Gróa frá Leiti.

Jón Thoroddsen skapaði eftirminnilega sögupersónu sem hann nefndi Gróu á Leiti.

Gróa var klók kona og hún kom af stað hinum ýmsu sögusögnum, sannkallaður spunameistari síns tíma.

Ef hún hefði fæðst um miðja síðustu öld, þá er ekki vafi á því að hún hefði náð langt í pólitík og væri sennilega ráðherra í dag.

Hún hefði örugglega fundið sér samastað í Samfylkingunni, því líkur sækir líkan heim og þar væri hún hvíslandi hinum ýmsu furðusögum um Sjálfstæðisflokkinn samfylkingarfólki til mikillar gleði. Vafalaust yrði hún talinn með ríka réttlætiskennd, því hún er svo reið út í "íhaldið", hún hefði getað sparað flokknum stórfé, því hún væri margfalt öflugri en allir spunameistarar flokksins til samans.

Jóhanna hefði örugglega sloppið með skrekkinn, því hún kæmist aldrei nálægt Gróu, það hefði enginn farið að plata hana í jobbið, því Gróa hefði mesta fylgið, því hún er svo klók.

Kannski værum við ekkert ver sett með Gróu frá Leiti sem forsætisráðherra, hún væri vafalaust skynsamari en núverandi forsætisráðherra, allavega væri hún ekki verri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband