Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Þunglyndi og svartagallsraus.
Nú heitir það víst þunglyndi og svartagallsraus ef fólk er ekki ánægt með störf hæstvirts forsætisráðherra.
Orð hennar er varða mesta stöðugleika hér á landi síðan 2004 líta vissulega fallega út á blaði, einnig má sama segja um stöðugleika í gengismálum.
En ef litið er til staðreynda, en þær hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá Jóhönnu, þá er viðskiptajöfnuðurinn að mestu leiti tilkominn vegna þess, að einkaneysla hefur dregist saman og fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Þess vegna minnkar innflutningurinn í raunveruleikanum.
Svo er vitanlega stöðugleiki í genginu, vegna þess að því er handstýrt með höftum.
Jóhanna og nokkrir stjórnarliðar virðast halda fast í þá þráhyggju, að allt sé í prýðis góðu standi, þrátt fyrir að atvinnulífinu blæði, mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota, sama má segja um marga einstaklinga.
Jóhanna lifir í myrkri vanþekkingar en hún lætur blekkjast af villuljósi lyginnar.
Því miður er ekki óeðlilegt að margir sterkir einstaklingar, finni fyrir og jafnvel þjáist af þunglyndi um þessar mundir, en ástæða þess skrifast alfarið á reikning "heilagrar Jóhönnu" eins og hún var eitt sinn kölluð, sennilega hefur hún misst þessa nafnbót, fyrir fullt og allt.
Stöðugleiki í efnahagslífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur blogg Jón...hún talaði um þetta á viðskiptaþinginu í dag..ég er nokkuð viss um að það hafi margir hrist hausinn eftir þessi orð..og hugsað með sér..um hvað hún væri að tala um eiginlega.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.2.2011 kl. 23:49
Fínn pistill.
Það sem háir/hrjáir gaMLA HRÓIÐ HANA jÓHRANNAR ER AÐ HÚN HEFUR ENGA HUGMYND HVAÐ ER AÐ GERAST Á ÍSLANDI.
Hún hefur verið vistuð á Siðblindrahælinu (áður Alþingi) í aldarþriðjung.
Það er ekkert mál að birta fallegar tölur þegar bankinn er lokaður eins og landið er nú. Sannleikurinn er aftur á móti sá að skuldunum hefur verið velt út á almenning.
Nefnidir sem gerðar eru út frá Siðblindrahælinu koma með svokallaðar "óskaðar niðurstöður" þ.e.a.s. að niðurstaðan er eitt stórt "halelúja".
Síðan gleymist í öllum skarkalanum að ef menn vilja endilega miða við verga landsframleiðslu að þa´hefur fjáraustur í spillingarhít ríkisins ALDREI verið meiri né spillingarstigið hærra.
Óskar Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 02:13
Þetta er sambærilegt við að flugfreyjan Jóhanna Sigurðardóttir um borð í flugvél þar sem hreyflarnir hefði stöðvast, hefði sagt : Kæru farþegar við höfum nú slökkt á hreyflunum svo farþegar geti sofið í ró á leiðinni.
Sveinn Egill Úlfarsson, 17.2.2011 kl. 10:40
Þakka þér fyrir Ægir.
Það lýsir hvað best dómgreindarskorti Jóhönnu, að hún skuli segja svona hluti á viðskiptaþingi, þar sem sitja fagmenn í rekstri fyrirtækja.
Þeir á viðskiptaþingi eru eflaust en að hrista höfuðið og spyrja hvern annan; " er hún svona vitlaus, eða heldur hún að við séum algerir asnar?"
Jón Ríkharðsson, 17.2.2011 kl. 11:07
Þakka þér fyrir Óskar, það er rétt hjá þér, Jóhanna hefur engan skilning á því, hvað er að gerast á Íslandi.
Enda hefur hún það ósköp gott, fínar tekjur og hún getur verið viss um að hafa það gott sjálf, hvað sem gerist í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Hún þarf aldrei að óttast blankheit, því hún er búinn að vera lengi á þingi og sitja sem ráðherra, þannig að hennar eftirlaun verða ansi góð þegar hún gerir okkur þann greiða að hætta.
Jón Ríkharðsson, 17.2.2011 kl. 11:11
Sveinn Egill, í fáum orðum tókst þér að koma kjarnanum til skila á mjög sniðugan hátt.
Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þetta frá þér, þú hittir algerlega naglann á höfuðið og átt að mínu mati, besta komment sem ég hef séð lengi. Hafðu kæra þökk fyrir.
Jón Ríkharðsson, 17.2.2011 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.