Markaðsetjum hvalkjötið.

Hvalkjöt er afbragðsgóður matur og hægt er að matreiða það á marga vegu.

Af einhverjum ástæðum hafa margir fengið þá annarlegu ranghugmynd í höfuðið, að það megi alls ekki veiða hvali, á sama tíma og rætt er um fjölgun jarðarbúa og hugsanlegan skort á mat.

Engin rök styðja það, að óæskilegt sé að veiða hvali, þeir eru ekki í útrýmingarhættu eins og sumir tala um.

Íslendingar ættu að sýna frumkvæði að þessu leiti, kynna hvalafurðir og berjast á móti þvælu svokallaðra umhverfissinna, en þeir eru fyrst og fremst samansafn letingja, sem vilja spóka sig á hafinu og ergja duglega veiðimenn.

Þeir sem hafa samúð með hvölunum skal bent á það, að ekkert réttlæti er í því fólgið að drepa hina ýmsu fiska en láta hvali lifa. Flestir þeir sem eru fylgjandi friðun hvala, telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þeir séu miklir jafnaðarmenn og haldnir sterkri réttlætiskennd.

Komið hefur í ljós að fólk sem kennir sig við jafnaðarmennsku og sterka réttlætiskennd er stórhættulegt öllum samfélögum ef það kemst til valda. 

Nýta þarf allan mat sem hægt er að fá, innan skynsamlegra marka. Vitanlega má ekki ganga of nærri neinum dýrategundum.

Best er að veiða sem flesta hvali og hefja stórsókn í markaðssetningu, kveða niður ranghugmyndir letingjanna og efla gjaldeyrisöflun með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þessu öllu frá a-ö.

Kári S. Lárusson 17.2.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Kári minn.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2011 kl. 22:54

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mjög ágæt mál og skírt, enda er hvalkjöt gott, þó spikið sé betra, en G. Ágústsson vill sjálfsagt tólg enda er hún líka góð. 

Jafnvægi skiptir máli þó jafnaðarmenn, hvers jafnaðar þeir kenna sig við hafi reynst okkur Íslendingum meiri druslur og hættulegri en komunistar, þar sem þeir öfugt við jafnaðar menn hafa ekki farið í felur með það markmið sitt að koma íslendingum og eignum þeirra og veiðilendum undir ráðstjórn.    

Það sem skekkir þó öll dæmi í framtíðarspám er mannfjöldi og á meðan ekki sér fyrir endann á fjölgun manna þá sér fyrir endann á lífi náttúrunnar.  Alstaðar þar sem er of mikið af einhverju þar er mengun. Hvað er þá mengun?  Af hverju liggur okkur mikið á að verða miljóna þjóð?  Fyrirgefðu J. R en ég ætla þér ekki að svara þessu, heldur er þetta hér sett til íhugunar og gagns góðum málflytjanda. .      

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér fyrir Hrólfur, ég hefði lítinn áhuga á því að hér á landi yrði milljóna þjóð.

Ég er ánægður með fámennið, mér finnst að við ættum að rækta okkur á þann hátt sem fer okkur best.

Við erum rótgróin fiskveiðiþjóð og okkur getur liðið vel þannig. Vissulega er öll þróun til góðs, menn eiga að rannsaka alla hluti og þróa, gott er að fá fleiri stoðir undir efnahagslífið.

En ég hef ekki minnsta áhuga á því að hér búi milljónir manna. Ef ég vildi ekki búa í smáríki, þá væri ég fyrir löngu eitthvað annað.

Þú ert hugsandi maður Hrólfur, því kann ég mjög vel, það mættu vera fleiri slíkir hér í bloggheimum. Ég hef aldrei skilið vers vegna fólk vill neyða aðra til að lifa öðruvísi lífi. Heimurinn verður að bjóða upp á marga valkosti, til að fólk geti valið það líf sem hentar best.

Ef ég væri hrifinn af ESB, svo dæmi sé tekið, þá myndi ég ekki vilja þvinga aðra inn á þá skoðun.

Ég myndi einfaldlega flytja til einhvers aðildarríkis ESB, hægt og hljótt, án þess að vera að auglýsa það.

Mörgum er svo mikið í mun að breyta öðrum, en þá um leið er maður að eyðileggja þroskaferil viðkomandi.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2011 kl. 23:34

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita værum við fluttir annað ef geð lægi þannig. En töfrar íslands liggja meðal annars í því að geta verið einn á annan hátt en að vera einn í herbergi í London eða rávandi um manngerð stræti.  Þakka þér Jón Ríkharðsson    

Hrólfur Þ Hraundal, 18.2.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband