Framtíðarsýn.

Stjórnmálamönnum er oft tíðrætt um framtíðarsýn og flestir muna, þegar Samfylkingin kom með 2020 áætlunina sína.

Það er ágætt að horfa til framtíðar, en hafa ber í huga að hún er okkur öllum algerlega hulin.Besta framtíðarsýnin er sú að gera sitt besta í nútíðinni, þá er verið að skapa góða framtíð. Í þeirri stöðu sem við erum í dag, þá ætti ríkisstjórnin að leggja sig alla fram við, að leysa verkefni dagsins í dag og koma hjólum efnahagslífsins í gang.

Það er þekkt hjá veimiltítum og letingjum, að segja alltaf að þetta lagist einhvern tímann, án þess að gera nokkuð í því.

Það hefur ekki nokkur maður grun um hvernig ísland verður árið 2020, þannig að hvernig í ósköpunum telja þau sig geta samið stefnuskrá sem á að verða uppfyllt að fullu, árið 2020?

Hér á landi ríkja miklar sveiflur í efnahagslífinu, ófyrirséðar verðlækkanir á mörkuðum setja strik í reikninginn osfrv. Þess vegna þarf að sýna fyrirhyggju, leita leiða til að efla atvinnulífið og í framhaldinu aukast skatttekjurnar. Einnig þarf að gæta sín vel ef það streyma miklir peningar í ríkissjóð, það má ekki fara að eyða honum strax.

Í umhverfi því sem við lifum í, þarf að vera geta til að taka á móti niðursveiflum, jafnvel miklum og láta þjóðina sem minnst finna fyrir því.

Hvað sem á dynur, þá þarf að sýna aðhald í ríkisrekstri. Það eina sem er réttlætanlegt að spara minna er til þeirra sem geta ekki séð sér farborða af eigin rammleik. Við megum aldrei leggjast svo lágt að láta okkar minnstu bræður og systur líða fyrir vanmátt sinn.

Einnig þarf að leita leiða til að koma í veg fyrir, að fullhraust fólk svindli sér ekki inn í hóp okkar minnstu bræðra og systra, það ber að taka hart á slíku brotum.

Við þurfum að taka öndunarvél þá sem hin heiladauða ríkisstjórn dvelur í. Það er fyrsta skrefið til endurreisnar.

Eftir það þurfum við stjórnvöld sem þvælast ekki fyrir vinnandi fólki, þá er björninn unninn og við höfum flotta framtíðarsýn og kannski rætist þá 2020 áætlun Samfylkingar, ef hún kemur ekki nálægt henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband