Föstudagur, 18. febrúar 2011
Ómakleg ummæli Teits Atlasonar.
Teitur Atlason nafngreindi tvo menn og talaði niður til þeirra í Kastljósinu í kvöld, hann beindi því til Frosta Sigurjónssonar að þeir væru æði vafasamir pappírar.
Umræddir menn voru þeir Jón Valur Jensson og Loftur Altice Þorsteinsson, báðir strangheiðarlegir menn. Þeir hafa vissulega sterkar skoðanir á hinum ýmsu málum og eru tilbúnir að berjast fyrir þeim, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess, að þeir séu óheiðarlegir á neinn hátt, þvert á móti eru þeir báðir strangheiðarlegir. Ég kannast ágætlega við þá tvo og hef mikið álit á þeim.
Það er mjög alvarlegt í allri umræðu, að segja þá sem eru á öndverðum meiði óheiðarlega. Slíkt er engum manni til sóma.
Fáa menn þekki ég hér bloggheimum, sem hafa lagt á sig eins mikla vinnu og þessir tveir, sem Teitur dæmdi harkalega í þættinum, við að afla sér upplýsinga varðandi Icesave
Gaman væri að sjá Teit mæta Jóni Val og Lofti í rökræðum varðandi Icesave í Kastljósi, þá gæti almenningur fengið úr því skorið, hver hefði mestu þekkinguna á málinu.
Þótt menn séu ósammála þeim, það eru vissulega skiptar skoðanir á öllum málum, þá er afskaplega ódrengilegt að ljúga upp á þá sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur.
Athugasemdir
Sammála!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 02:14
Jón Valur og Loftur hljóta að íhuga meiðyrðamál.
Hans Haraldsson 18.2.2011 kl. 02:46
Þetta er ömurlegur málflutningur hjá Teiti, til háborinnar skammar.
Gunnar Waage, 18.2.2011 kl. 02:57
Þakka ykkur öllum fyrir, það er mönnum til mikillar minnkunar að veitast svona ódrengilega að þeim sem eru ekki til staðar til að svara fyrir sig.
Við erum öll sammála um það og þótt menn séu ekki sammála þeim Jóni Val og Lofti, þá er ekki hægt að segja annað en að þeir rökstyðja sitt mál með gildum rökum.
Jón Ríkharðsson, 18.2.2011 kl. 03:41
Það er alltaf sorglegt þegar menn leggjast svo lágt að uppnefna andstæðinga, fara í ,,manninn" en ekki málefnið. Þau orð Teits sem hann viðhafði í Kastljósi er því miður bergmál frá ,,vinstri elítunni" og í sjálfu sér gott að þau komu fram í dagsljósið. Hins vegar er illa vegið að tveimur einstaklingum, sem hafa sterkar hugsjónir og hafa kjark og þor til að berjast fyrir þeim. Teitur lagðist ekki aðeins lágt, heldur einnig RÚV að gera orð hans að aðalatriði í Kastljósi í gærkvöldi. Umræðan er komin á heldur lágt plan hjá baráttumönnum fyrir Icesave.
Jón Baldur Lorange, 18.2.2011 kl. 07:58
Þessi maður Teitur Atlason varð sér til skammar. Reiðin og heiftin útí þessa einstaklinga varð honum einnig til minnkunnar.
Gunnlaugur I., 18.2.2011 kl. 09:01
Málflutningur Teits var málflutningur rökþrota manns.
Þegar hann kallar Jón Val og Loft Altice vafasama pappíra speglar hann vel fátæklegan málflutning þeirra sem vilja kalla nauðarsamninginn yfir þjóðina.
Ég tek undir það þetta eru heiðarlegir menn en ég get ekki séð að þeir séu öfgafyllri en Teitur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2011 kl. 12:15
Teitur Atlason" Hvaða maður er þetta? býr hann í Svíþjóð? Og vill að við borgum Óráðsíuskuldirnar. Ef svo er þá ætti hann að búa hér og taka þátt i að borga!! Eða ætlar hann að koma þegar við sem horfðum framan í veruleikan erum búnir að laga til. Þessi maður hefur orðið sér til skammar!!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.2.2011 kl. 12:21
Loftur Alís og Jón Valís eru mætir menn en vafasamir pappírar.
Gísli Ingvarsson, 18.2.2011 kl. 12:21
Ætli Teitur þessi Atlason sé leiðsögumaðurinn til Helvítis sem Bubbi skrifaði um í fréttablaðinu í gær?
Sveinn Egill Úlfarsson, 18.2.2011 kl. 12:32
Gott væri að þú færðir Rök fyrir þínum orðum: Vafasamir pappírar. Gísli, eða er þetta kannski bara bergmál frá Teiti? Það virðist bergmála mikið núna á vnstri arminum, sem er brotinn. Og þarf að halda undir með þeim hægri!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.2.2011 kl. 14:05
Komið þið sæl; Jón - og aðrir gestir, þínir !
Gísli Ingvarsson !
Gott væri; ef þú, sanntrúaður ESB liðinn, kynnir, að nefna okkur einhver málefnaleg dæmi, um óheiðarleika Lofts og Jóns Vals.
Sé vitnað; til athugasemdar, nr. 9, frá þér kominni, Annars; skaltu blauður heita - sem ómerkur þíns máls.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 18.2.2011 kl. 15:12
Ég hef ekki alltaf verið sammála Lofti og Jóni Val, en þessi árás Teits í sjónvarpi allra landsmanna á þá tvo, var svo langt fyrir neðan beltisstað að mig skortir orð til að lýsa áliti mínu á svona löguðu (þó hef ég reynt það.)
Það er ekkert annað en aumingjaskapur að ráðast á menn þegar þeir hafa ekki tækifæri til að verja sig. Í raun engu skárra en að sparka í liggjandi mann.
Theódór Norðkvist, 18.2.2011 kl. 15:52
Ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar innlegg.
Óskar minn Helgi, þessi ummæli Gísla eru rakalaus þvættingur.
Ekki reynir hann í einu orði að hrekja neitt af því sem þeir hafa sagt, enda getur hann það ekki.
Jón Ríkharðsson, 18.2.2011 kl. 15:59
Missti af þessu (sem betur fer, þoli ekki of mikinn æsing ) en rengi ykkur ekki, en eiginlega sjá allir heilvita menn að svona ummæli hitta þann sem fer með þau meir en þann sem beint er til, ég hef háð hildi við báða tvo Loft og Jón Val og ekki aldeilis sammála þeim í öllu, en þetta eru menn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, við getum verið sammála eða ósammála þeim, en þeir eru ekki "vafasamir" pappírar, öðru nær, þeir reyna aldrei að villa á sér heimildir, meir en segja má um marga aðra.
En eru þetta ekki dæmigerð viðbrögð og taktík þeirra sem eru í rökþrotum ?
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 18.2.2011 kl. 16:26
Og mikið er ég sammála ykkur öllum.
Þetta eru mennirnir sem þorðu gegn flokknum sínum þegar ljóst var í jan 2009 að það átti að setja þjóðina í pant fyrir skuldum útrásarinnar.
Við værum ekki í þessum djúpa skít ef þjóðin ætti marga þeirra líka.
En eins og Eyjólfur benti réttilega á, aumingjar í útlöndum, íslenskir eða hálfíslenskir eru skítadreifarar þrælahaldarana. En Kastljós setti ekki niður, það er svo langt síðan að það komst á fast berg, og kemst ekki neðar.
Skítur þaðan er hrós öllu venjulegu fólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2011 kl. 17:16
,,Fáa menn þekki ég hér bloggheimum, sem hafa lagt á sig eins mikla vinnu og þessir tveir, (...) við að afla sér upplýsinga varðandi Icesave"
Tja upplýsinga og upplýsinga. Öllu má nafn gefa svo sem. En óumdeilt er að þeir hafa verið ótrúlega eljusamir við að lesa afturábak og á haus allt sem viðkemur svokölluðu skuldarmáli Íslands.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.2.2011 kl. 22:28
Það er rétt hjá þér Ómar Bjarki, þeir lásu allt aftur á bak og á haus, miðað við þínar forsendur.
Þess vegna komast þeir ansi nærri sannleikanum.
Jón Ríkharðsson, 19.2.2011 kl. 00:48
Þakka þér fyrir Ómar minn, ég er samála þér eins og svo oft áður.
Við þurfum á fleira fólki að halda sem er heiðarlegt og einlægt í sínum málflutningi, eins og fyrrnefndir tvímenningar eru svo sannarlega.
Jón Ríkharðsson, 19.2.2011 kl. 00:51
Ég sá umræddan þátt, og hlýt að mótmæla þessum illa upplýsta manni, Teiti Atlasyni þegar hann með offorsi kastar hamar sínum í menn sem ekki geta varið sig á sama grundvelli, maður veltir fyrir sér innræti manna við svona aðstæður.
Þeir sem þekkja til Jóns Vals og Lofts, vita að allt þeirra lif snýst um þetta mál, já allt þeirra líf fullyrði ég.
Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 01:38
Ég þekki Jón Val og Loft altice ekki neitt. En ég þori að treysta þeim fyrir landi og þjóð. Þeir hafa sýnt það og sannað hér á blogginu hvaða menn þeyr hafa geima. Teitur og Gísli! þið sem viljið setja skulda klafa á Íslensku þjóðina um ókomna framtíð, eruð vafasamur pappír svo ekki sé meira sagt!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 19.2.2011 kl. 02:06
Smel þessu inn hjá þér Jón minn,
Teitur og tölvan
Gunnar Waage, 19.2.2011 kl. 02:30
Jón Valur... sá sami "strangheiðarlegi" maður og hringdi inn á Útvarp Sögu til að ljúga því að forsetinn hefði flúið land? Sá sami og eyðir út athugasemdum sem honum líkar ekki við? Sá sami og hefur ítrekað haldið fram ósannindum um ákveðinn hóp í samfélaginu? Sá sami og hefur lokað á athugasemdir frá öllum þeim sem eru ósammála honum?
Það er þá aldeilis heiðarleikinn.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.2.2011 kl. 11:28
Komið þið sæl; að nýju !
Tinna !
Hér; má ég til, að koma fornvini mínum, Jóni Val, til nokkurs liðs. Oftlegast; þá Jón hefir fargað út athugasemdum, á sinni síðu, hefir það verið að verðskulduðu, sökum útúrsnúninga viðkomandi - svo og neðan mittis; orðalags, ýmiss.
Vitaskuld; hafa trúmálaskrif - bæði; hjá Jóni og fleirrum, orðið eldfim mjög, að ástæðulausu, að mér finnst, þar sem öngvum núlifandi manni er unnt, að sanna / eða afsanna tilvist einhvers ósýnilegs Guðs / eða þá; Guða. Ég vil hafa þá sýnilega, með styttum - myndum, eða öðru því, sem einkar viðfelldið er, meðal Hindúa, auk annarra ágætra, til dæmis, Tinna mín.
Hvergi; heyrði ég Jón Val, tala um flótta Ólafs Ragnars Grímssonar af landinu, í þætti Péturs Gunnlaugssonar, og spjalli þeirra Jóns Vals, um viðveru Ó.R. Grímssonar - annar eins misskilningur, getur nú upp komið, svo sem.
Annars; er ég farinn að tapa heyrn, á öðru eyra, svo fram komi, að nokkru.
Við; sem höfum fylgt Jóni Val - og þeim öðrum, sem EKKI eru reiðubúnir, að falla á kné sér, fyrir Brezkum og Hollenskum Heimsvaldasinnum getum vottfest, að þau Jón hafa unnið fölskvalaust, sem óeigingjarnt starf, sem aldrei verður fullþakkað, Tinna mín.
Með beztu kveðjum; sem fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 19.2.2011 kl. 15:12
http://www.dv.is/sandkorn/2011/2/16/forsetinn-flyr-land/
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.2.2011 kl. 15:28
Þarna er Tinna þessi að vísa til Visi.is fréttamiðils Jóns Ásgeirs, en gleymir því að það er ekki það sama að "yfirgefa" og flýja" Einnig segir, "Undirliggjandi" ég ítreka þetta síðasta orð, undirliggjandi, það túlka það hverjir sem vilja.
Skömm þér Tinna fyrir þetta ljóta aðkast að Jóni.
Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 19:12
Leiðindagaurar; báðir tveir, Jón Valur og Loftur Alís. Nenni ekki lengur að skoða skrif þeirra, enda hræsnin þar fullkomnuð, á allan hátt.
Þetta er auðvita mín persónulega skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar,,,,,eða þannig.
Dexter Morgan, 19.2.2011 kl. 21:13
Allir á móti Teiti. Hann bennti þó réttilega á ýmislegt athugavert við þessa kosningu og hefur fengið svívirðingar fyrir.
Annars gef ég lítið fyrir Jón Val og hans málflutning.
Baldinn, 19.2.2011 kl. 22:27
Loftur og Jón Valur eiga furðu margt sammerkt: þeir eru báðir óheyrilega vel lesnir og fjölfróðir, stórvel gefnir, setja sig alltaf vel inn í mál sem þeir láta sig varða, rökfastir, kappsamir .... svo kappsamir að stundum verður eitthvað undan að láta. Það er hægurinn hjá fyrir illa upplýsta kjaftaska að hreyta ónotum í þessa tvo menn en það vex enginn af slíku skítkasti. Teiti væri nær að biðja Loft og Jón Val afsökunar á illyrðum sínum.
Baldur Hermannsson, 20.2.2011 kl. 13:42
Ég tek undir með Baldri Hermannsyni. Jón Valur Jensson er ákaflega vandaður, grandvar og maður vel lesinn. Ég þekki engan sem setur sig eins vel inn í þau mál sem hann fjallar um og það sem er nokkurs virði nú um stundir: hann lætur ekki stýrast af hagsmunum flokka og peninga. Hann er einn þessarra fáu hreinræktuðu hugsjónamanna á pólitíska vellinum. Það er ekki vitrænt að útmála menn í einni setningu í sjónvarpi með þeim hætti sem Teitur gerði og ég tel ummæli hans ómerk með öllu. Ég er langt því frá sammála Jóni í hans málflutningi en það er auðvitað allt annað mál. Loft Altice þekki ég ekki.
Guðmundur Pálsson, 20.2.2011 kl. 14:54
Þetta hafa verið athyglisverðar og skemmtilegar umræður um Jón Val og Loft.
Gaman er að fylgjast með málflutningi þeirra sem eru ekki hrifnir af þeim félögum, þeir hafa engin rök máli sínu til stuðnings.
Þótt Jón Valur hafi kannski haldið að forsetinn væri að fara erlendis, þá eru það ekki góð rök gegn því sem nafni minn hefur verið að gera.
Misskilningur varðandi ferðalag forsetans hefur engin áhrif á allt það sem Jón Valur hefur rætt og ritað um Icesave. Hann hefur lesið sér mikið til og þegar hann setur eitthvað fram, þá rökstyður hann það með góðum rökum og hann kann að rökræða.
Svo er það annað mál, hvort allir séu sammála hans sýn á málefnið, það er önnur saga.
En þeir sem halda því fram að Jón og Loftur fari með fleipur eða viti ekki um hvað þeir eru að tala, þeir eru marklausir með öllu, enda koma þeir með sandkassarökin sem notuð voru á róló í gamla daga; "hann er leiðinlegur" og svo ekkert útskýrt neitt frekar.
Jón Ríkharðsson, 20.2.2011 kl. 21:57
Já og þakka þér fyrir Baldur minn, það er alltaf gaman að sjá komment sem rituð eru af greindum og rétthugsandi mönnum.
Jón Ríkharðsson, 20.2.2011 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.