Kolröng forgangsröðun.

Þegar fjármagn er af skornum skammti skiptir miklu máli að forgangsraða rétt. Það er gert þannig, að eingöngu er eytt í brýnustu nauðsynjar og leitast við að spara á öllum sviðum. Einnig skiptir miklu máli að skapa eins mikla sátt og mögulegt er, því fólk verður viðkvæmara fyrir öllu áreiti á erfiðleikatímum.

Mikilvægt er að halda uppi góðu velferðarkerfi og sjá til þess að samfélagið gangi eins vel og kostur er.

Þessi einfalda staðreynd hefur verið þekkt í margar aldir, en af einhverjum ástæðum farið algerlega framhjá núverandi ríkisstjórn. Í stað þess að lágmarka kostnað við rekstur samfélagsins þá er verið að eyða stórfé í stjórnlagaþing og ESB umsókn, auk þess er verið að dæla tugum, næstum hundrað milljörðum í sparisjóði og tryggingafélög án þess að sýnt hafi verið fram á ótvíræða nauðsyn þess.

Það er ekki bara fjárausturinn, heldur er verið að skapa óþarfa óróa hjá þjóðinni með þessu brölti öllu saman. Vitað er að mjög skiptar skoðanir eru á þessum málum og ekkert sem raunverulega þrýstir á stjórnvöld að fara í þau, á þessum tímapunkti.

Rétt forgangsröðun er vitanlega sú, að skapa aðstæður til vaxtar fyrir útflutningsgreinar og á sama tíma að spara allt sem ekki er lífsnauðsynlegt að eyða í strax.

En ég geri ráð fyrir, að líklegra sé að Davíð Oddson, klæði sig í grænan hermannajakka, skarti svartri alpahúfu og boði Marxisma, heldur en að þessi ríkisstjórn átti sig á raunveruleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

56 þingmenn án mótatkvæða og athugasemda voru að samþykkja að greiða erlendum krónueigendum hærri vexti og afborganir en þeir sjálfir vilja.  Til þess er notaður gjaldeyrir sem á að vera af skornum skammti.  Eru ekki annars gjaldeyrishöft vegna þess að það er skortur á gjaldeyri?

Þessir 56 þingmenn samþykktu líka að nota stærri hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar til að fjármagna neyslu en fjárfestingar.

Vandamálið er miklu stærra en bara ríkisstjórnin.

Lúðvík Júlíusson, 1.3.2011 kl. 09:10

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Jóna Kolbrún, ég get fallist á það að stór hluti stjórnmálamanna sé ansi vanmáttugur og klaufskur, en ekki siðlaus.

Þótt eflaust megi finna þannig einstaklinga á þingi, eins og annarsstaðar, þá hygg ég að þeir séu í minnihluta.

Ýmis neikvæð teikn voru á lofti varðandi bankakerfið, en enginn sá fyrir hvað raunverulega var á seiði og það á raunar við um alla stjórnmálamenn heimsins.

Bankar hrundu víðar en á Íslandi eins og þú veist.

Jón Ríkharðsson, 1.3.2011 kl. 11:14

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Lúðvík, ég er sammála þér.

Allt of margir stjórnmálamenn taka þátt í vitleysunni, ég held að höft séu aldrei til góðs, þótt skellurinn geti verið harður tímabundið við afnám gjaldeyrishafta, þá tel að að betra sé til lengri tíma litið að afnema þau.

Þótt Írar standi illa um þessar mundir, þá má taka þá til fyrirmyndar að vissu leiti, þeir liðkuðu fyrir erlendum fjárfestingum með góðum árangri fyrir nokkrum árum. Við getum margt lært af öðrum þjóðum og þurfum ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.

Jón Ríkharðsson, 1.3.2011 kl. 11:19

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta er eins og að hanga á bleyðunni þó hún sé ekkert að gefa af sér af ótta við að maður gæti verið að kippa úr "hugsanlegri mokveiði".

Það eru fáir sem þekkja það hversu erfitt það er í raun að vera skipstjóri og taka ákvarðanir um hvert skuli haldið á veiðar. 

Stjórnmálamenn mega ekki gleyma því að þeir eru kjörnir til að leiða þjóðina áfram en ekki að halda okkur í sama farinu.

Lúðvík Júlíusson, 1.3.2011 kl. 11:27

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er skemmtileg samlíking hjá þér Lúðvík og gott að velta fyrir sér raunverulegri ábyrgð skipstjóra, miða þá síðan við stjórnmálamenn.

Skipstjórinn er einn og hann þarf að standa og falla með sínum ákvörðunum, ef hann tekur ekki ákvörðun þá verður lélegur árangur af hans starfi. Hann þarf líka oft að taka ákvörðun sem getur haft lífshættu í för með sér, þeir þurfa oft að taka afdrifaríkari ákvarðanir en stjórnmálamenn.

Það eru bara fáir stjórnmálamenn sem þora að tefla á tæpasta vað og taka ákvörðun, en þeir sem hafa þann kjark til að bera komast oftast á spjöld sögunnar sem afburðamenn.

Vitanlega skiptir máli að taka yfirvegaða ákvörðun, en það eru til fordæmi fyrir flestu því sem við erum að ganga í gegn um nú um stundir.

Jón Ríkharðsson, 1.3.2011 kl. 11:59

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ríkisstjórnin rekur ríkissjóð eins og fjölskyldufaðir sem sker niður fé til matarkaupa fyrir börnin sín og fer síðan í banka til að taka lán svo hann getu farið í skemmtiferð til útlanda, eða kaupa á Patroljeppa til að leika sér í krapanum á Kyli!

Gunnar Heiðarsson, 1.3.2011 kl. 12:46

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Gunnar, svona gerir ríkisstjórnin, nákvæmlega eins og fjölskyldufaðirinn í dæminu sem þú tókst.

Hræddur er ég um að allir myndu hneykslast á mani sem hagaði sér svona, jafnvel stjórnarliðar, en mörgum virðist finnast þetta í lagi hjá ríkisstjórninni. 

Jón Ríkharðsson, 1.3.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband