Í vonlausri leit að vinsældum.

Jóhanna Sigurðardóttir og hennar tindilfætti aðstoðarmaður Hrannar B. Arnarsson reyna allt, til þess að bæta ímynd forsætisráðherrans seinheppna.

Hinn snöfurmannlegi aðstoðarmaður hefur rennt haukfránum augum yfir helstu fjölmiðla landsins, til að sjá hvernig forsetanum tókst að bæta ímynd sína.

Þeim var það ljóst, enda glögg bæði og skelegg mjög, að ímynd Ólafs Ragnars var í molum eftir hrunið, svo fór hún upp á við.

Hrannar leitaði lengi og fann loks, gamla frétt þess efnis, að forsetinn hefði beðið um launalækkun, það virkar eflaust vel og sýnir alþýðlegt yfirbragð, að vilja komast nær hinum almenna borgara í tekjum, að mati aðstoðarmannsins hugumstóra.

Hann tjáði yfirboðara sínum þessa stórfenglegu hugmynd, kannski hefur hin lífsreynda kona talið þetta hæpið, því það er nú ekki beint flott, að apa eftir öðrum.

Þá hefur pilturinn örugglega brosað sínu ísmeygilega brosi, sem hann er nú frægur fyrir og sagt henni, að allir íslendingar væru búnir að gleyma þessu, allir að hugsa um Icesave osfrv.

En þar klikkaði aðstoðarmaðurinn ráðholli, fjölmiðlar gleyma víst fáu og almenningur hefur glettilega gott minni.

Þá brugðu þau á það ráð, að segjast ekki hafa vitað um launalækkunarbeiðni forsetans, það virkaði ekki heldur.

Ef kellingarræfillinn hefði haft vit á, að láta ekki félaga sína plata sig í forsætisráðherraembættið, þá stæðu flestir í þeirri trú, enn þann dag í dag, að hún hefði sterka rétlætiskennd og stæði vörð um þá, sem höllum fæti standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Spuni Hrannars, kennitöluflakkara og kjölturakka Jóhönnu, virkaði ekki í þetta sinn, frekar en áður. Saga þessa manns er með þem hætti að einungis heilaskert fólk trúir bullinu í honum. Ekki að ég sé að segja að Jóhanna sé heilaskert, en hvað veit ég um það?

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2011 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Gunnar, ekki þekki ég til heilastarfsemi Jóhönnu, en hafi hún einhverja greind til að bera, þá fer hún afar sparlega með hana, vægast sagt.

Jón Ríkharðsson, 13.3.2011 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband