Til hvers að reiðast út í Jóhönnu og Steingrím?

Það að reiðast út í Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, er álíka jafn fáránlegt og að reiðast út í byssukúlur og aðra hluti sem hafa eyðileggingarkrafta í för með sér.

Þegar byssukúla grandar fólki er venjan sú, að refsa þeim sem að skýtur henni en ekki kúlunni sjálfri, þess vegna væri skynsamlegra, ef fólk hefur þörf fyrir að reiðast einhverjum, að reiðast þeim sem leiddu þau til valda. En reiðin er engum til góðs, svo því sé til haga haldið.

Öllum sem fylgst hafa með landsmálum undanfarin ár ætti að vera ljóst, að framangreindir einstaklingar eru vonlausir til þess að stjórna landinu. Þau láta stjórnast of mikið af reiði og fyrirframgefnum forsendum þess efnis, að allir hljóti að vera vafasamir sem græða mikið fé. 

Þeir leiðtogar sem virka best eru jákvæðir, bjartsýnir og hafa mikla trú á eigin þjóð.

Steingrímur telst seint vera bjartsýnismaður og Jóhanna hefur svo litla trú á þjóðinni, að hún vill helst láta hana undir yfirstjórn ESB.

Þekkt er sú staðreynd að þeir sem skapa verðmæti, eru mikilvægir þjóðfélagsþegnar, þótt ekki sé gert lítið úr þeim sem vinna verkin fyrir þá. Jóhanna og Steingrímur eru ekki á þeirri skoðun, þau vilja helst að sömu peningunum sé dreift á milli þegnanna og gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess, að koma með nýtt fjármagn til landsins.

Þetta hefur alltaf verið vitað, þess vegna er ekki við þau að sakast, heldur kannski þá kjósendur, sem kusu þau til valda.

En varla er við kjósendur þeirra heldur að sakast, þeim varð það á, að láta reiði og ótta ná tökum á sér.

Eðlilegasta niðurstaðan er ávallt sú, að varast ber reiðina og óttann. Bera er að vinna sig út úr vanda hverjum, á yfirvegaðan hátt og með bjartsýni að leiðarljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Jón, þú verður seint sakaður um að þig hrjái pólitísk víðsýni.

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Kannski er það þröngsýni hjá mér Björn minn, en ég sé fátt til góðra verka hjá þessari blessuðu ríkisstjórn.

Það eina sem okkur vantar er meiri fjárfesting, þá er hægt að hefja endurreisnina. Grunnurinn er sem betur fer góður, ágætt velferðarkerfi osfrv.

Þeir hjá Össuri sögðu að, vegna óstöðugleika í stjórnarfari, þá sé ekki vænlegt að vera með rekstur hér á landi, það sama hafa fleiri bent á, sem tengjast atvinnulífinu.

Heimatilbúin verðbólga sem er tilkomin vegna hækkunar ýmissa gjalda, ógegnsæjar mannaráðningar og fleiri atriði væri hægt að nefna.

Það mun vera rétt að sjálfstæðismenn gerðu mörg afdrifarík mistök, en vinstri stjórnin gerir sömu mistökin, það eru ennþá ofurlaun í bönkunum og flestir gerendur í hruninu eru enn í prýðismálum og jafnvel ennþá að reka fyrirtæki.

Mér finnst það ekki gott, að skammast yfir verkum fyrri ríkisstjórnar, lofa meira gegnsæi og tiltekt í samfélaginu, gera svo nákvæmlega sömu  mistökin og komu okkur á höfuðið og bæta gráu ofan á svart með því, að halda áfram á sömu braut og lengja þar af leiðandi kreppuna.

Jón Ríkharðsson, 13.3.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband