Yfirgripsmikil vanþekking hæstvirts forsætisráðherra.

Mér var innrætt það í æsku, að sýna gömlum konum velvilja bæði og góðvild, það er vissulega góður siður.

En það góða fólk, sem kenndi mér guðsótta  og góða siði hafði ekki hugmynd um, að gömul kona ætti eftir að komast til æðstu metorða þjóðarinnar og haga sér eins og fáráðlingur.

Nýjustu merkin um meintan aulahátt kerlingarinnar eru ummæli Valtýs Sigurðssonar, sem nú lætur af embætti ríkissaksóknara, en hann segir Jóhönnu hafa haft óþarflega mikil afskipti af dómstólum þjóðarinnar.

Hann kvað hana hafa "ærst af fögnuði" þegar fyrrum forystumenn Kaupþings voru hnepptir í gæsluvarðhald, einnig vildi hún víst að ungmennunum níu yrði sleppt við réttarhöld.

Augljóslega þekkir hún ekki merkingu laga, jafnvel þótt hennar aðalstarf hafi verið, í þrjátíu og tvö ár, einmitt að semja lög. Fólk er mislengi að tileinka sér þekkingu, en afar sérstætt má telja, að eftir þrjátíu ára starf, þá sé þekkingin ekki meiri en hún er.

Miðað við röksemdir hennar varðandi níumenningana, þá ætti að vera í lagi, að sleppa líka réttarhöldum yfir bankamönnum.

Níumenningarnir létu vissulega stjórnast af reiði og það má teljast eðlilegt í ljósi þess ástands sem ríkti, þegar þau ruddust inn í þinghúsið.

Það voru einnig sérstæðir tímar þegar hið svokallaða góðæri var í algleymi, menn töpuðu sér í græðgi.

Reiði og græðgi eru víst hluti af mannlegu eðli, við höfum hinsvegar lög sem eiga að koma í veg fyrir, að fólk láti ekki stjórnast svo mikið af sínum brestum, að skaði geti hlotist af.

Rannsóknarskýrslan fræga hvetur líka til þess, að farið sé betur eftir lögum og reglum samfélagsins, það er ágætis aðferð til að auka aga í samfélaginu, en mörgum finnst með réttu, skorta á aga hjá íslendingum.

Forsætisráðherra hefur framkvæmdarvald laga og á ekki að skipta sér af dómsvaldinu, hún á að vita þetta kerlingin eftir öll þessi ár á þingi.

Þótt undirstöðurnar séu vissulega ágætar hér á landi, þá má efast um að samfélagið þoli svona forsætisráðherra öllu lengur, það er líka vandræðalegt fyrir okkar ímynd á erlendum vettvangi, að hafa forsætisráðherra sem veit varla nokkurn skapaðan hlut, sem máli skiptir í landsstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband