Miðvikudagur, 30. mars 2011
Íslenskur stjórnunarstíll til útflutnings.
Þann 30. apríl árið 2007 ritaði Hrannar B. Arnarsson eftirfarandi á bloggsíðu sína;"Íslenski stjórnunarstíllinn nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má með góðu móti halda því fram, að nýjasta útflutningsvara okkar íslendinga sé stjórnun og þekking."
Skömmu eftir að Hrannar ritaði þessi orð tók Jóhanna Sigurðardóttir við embætti félagsmálaráðherra. Hún hefur ekki síður verið hrifin af útrásinni, því hún réði Hrannar sem aðstoðarmann sinn og helsta ráðgjafa.
Þegar hún síðan lét ljúga sig í embætti forsætisráðherra, þá var það sá maður er hafði skömmu áður tilbeðið þá einstaklinga, sem settu hagkerfið á hliðina, ráðinn sem hennar helsti ráðgjafi og talsmaður.
Fjölmiðlar ættu að spyrja aðstoðarmanninn tindilfætta, hvort hann ætlaði ekki að berjast fyrir þessu sjónarmiði sínu og skapa jarðveg fyrir stjórnunarstíl til útflutnings.
Jóhanna hefur í gegn um tíðina tekið mark á honum og gaman væri að sjá hana smala VG köttum í einn hóp og leggja fram frumvarp sem gerir hugðarefni aðstoðarmannsins að veruleika.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.