Hvað lafir hún lengi enn?

Þessi hlandvitlausa ríkisstjórn, sem lafir á þrjóskunni einni saman, sýnir fjármálafyrirtækjum mikla umhyggju á meðan hún skattpínir almenning og hækkar hin ýmsu gjöld, sem í framhaldinu hækka afborganir lána.

Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs kemur fram, að 250. milljörðum króna hefur verið sólundað í hinar ýmsu lánastofnanir, en ekki var svigrúm til að lækka höfuðstól lána almennings á meðan bankarnir voru í eigu ríkisins.

Stjórnarliðar gorta sig af hagstæðum vöruskiptajöfnuði og eigna sér vitanlega heiðurinn af honum. Raunar er hann þeim að kenna, því vöruskiptajöfnuðurinn er tilkominn vegna þess, að það hefur enginn efni á að kaupa nokkurn skapaðan hlut, sem heitið getur.

Þau gætu kannski montað sig eitthvað, ef þau hefðu skapað aðstæður fyrir aukinn útflutning, en þau hafa þvert á móti staðið gegn honum, með því að koma í veg fyrir álver svo dæmi sé tekið.

Í stað þess að leita leiða til að verja málstað þjóðarinnar í Icesave deilunni, þá heimta þau að þjóðin gangi að kröfum andstæðinganna og borgi þeim ólögvarða skuld.

Steingrímur hefur þvælst til Bretlands og Hollands og skriðið eins og hundur fyrir fótum ráðamanna þessara landa og lofað upp á æru og trú, að hann skuli þvinga eigin þjóð til að borga glæfraskap örfárra íslendinga.

Össur Skarphéðinsson grátbiður Brusselmenn um örlitla biðlund, hann lofar að reyna að sannfæra fólk um ágæti sambandsins, í þeirri von að þiggja örugga vinnu og góð laun í Brussel fyrir ómakið.

Lýðræðis og jafnréttissinninn Jóhanna Sigurðardóttir skammast út í alla sem eru ekki sammála henni, hvort sem það eru stjórnarliðar eða dómsstólar. Hennar lýðræði gengur út á það, að allir skuli vera á hennar bandi, sumir myndu kalla það einræði, en Jóhanna hefur öðruvísi skilning en fjöldinn, á hinum ýmsu hugtökum í íslensku máli.

Jafnréttissinninn Jóhanna hefur hlotið dóm fyrir að skapa karl en ekki konu í embætti, það einhvern veginn hringsnýst allt í höndunum á henni.

Ef þessi ríkisstjórn lafir mikið lengur, þá er óhætt að taka undir með Geir H. Haarde og biðja Guð að blessa Ísland.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þegar þjóðin hefur sagt NEI við IceSlave III þá mun Jóhanna og stjórn hennar segja af sér...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2011 kl. 01:36

2 Smámynd: Che

Það er alveg sama hvað marga fréttamiðla ESB/IceSave-áhangendur er með til áróðursins: RUV, Stöð 2, Fréttablaðið, Fréttatímann, DV, visir.is og dv.is, þá munu þeir tapa, því að málstaður þeirra er vondur.

Í leiðara Jóns Kaldals, ritstjóra snepilsins Fréttatíminn, tyggur hann sömu gömlu tugguna aftur og aftur um SI, ASÍ, meirihluta Alþingis og Buchheit, en getur ekki fært nein rök fyrir að samþykkja samninginn. Ekki frekar en hinar undirlægjurnar.

Che, 31.3.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

hlandvitlausa ríkisstjórn

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2011 kl. 04:20

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ja, þú segir nokkuð Jóna Kolbrún.

Mikið vildi ég óska þess að þú hafir rétt fyrir þér, ekki vil ég útiloka það, en ég er samt ekki viss.

Við skulum vona það besta.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 10:15

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Che, ég vona líka að þú hafir rétt fyrir þér og ég býst eiginlega við því.

Þjóðin er nefnilega ansi gáfuð að upplagi.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 10:17

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Rósa mín, þetta er hlandvitlaus ríkisstjórn, en við óskum henni samt Guðs blessunar.

Guð elskar alla óháð atgerfi og gáfum.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 10:17

7 Smámynd: Che

Það er eftirtektarvert, að í frétt á mbl.is í dag virðist jafnvel Buchheit vera í vafa um ágæti samningsins:

"Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í síðustu lotu Icesave samninganna, sagði á fundi í Háskólanum á Akureyri, að það væri alls ekki auðvelt fyrir íslensku þjóðina að komast að niðurstöðu í kosningunum sem framundan eru."

"Mikilvæg spurning strax í upphafi máls, sagði Buchheit, var hvort Íslandi bæri að greiða kröfuna miðað við þær evrópsku reglur sem giltu á sínum tíma. Enn væri það lögfræðilegt álitamál; ..."

Margir IceSavingar nota álit Buchheits sem rök fyrir því að þjóðin samþykki samninginn. Buchheit sjálfur hefur nú grafið undan þessum rökum.

Che, 31.3.2011 kl. 15:10

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Che, gaman væri að fá niðurstöðu varðandi það sem Sigmundur Davíð sagði, en hann kvað Bucheit hafa sagt, að hann hefði unnið öðruvísi að málum ef hann hefði fengið að ráða.

Samkvæmt orðum Sigmundar, þá lagði Steingrímur Joð línurnar fyrir Buchet.

Vitanlega á ekki nokkur maður að láta plata sig til að samþykkja þennan samning.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 19:50

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir með ykkur hérna, en verði sagt já þann níunda þá verður stjórnin áfram þar til hún verður ellidauð því það verður varla kosið aftur í mannlausu landi.

Verði hinsvegar sagt nei þá á hún auðvita að fara frá með öll sín axarsköft á bakinu. 

Fari hún hinsvegar ekki með góðu þá þarf að taka til höndum og troða þessu hyski í fragtflug til Brussel.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2011 kl. 20:24

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samninganefndi fór út með afar takmarkað umboð.  Ef þeim hefði verið gefin frelsi til að haga málum eftir bestu getu, hefðu þeir að öllum líkindum heimtað dómstólaleiðina, en sú leið var þeim bönnuð.  Af hverju veit ég hreinlega alls ekki.

En ég er sammála öllu hér að framansögðu nema fjandans álversástinni.  Það er komið nóg af álverum, það vantar hinsvegar aðrar atvinnugreinar sem skila meira til þjóðarinnar, og þar er ýmislegt í boði eins og til dæmis að hlú að fjárfestum til að starta smáiðnaði í meira mæli og jafnvel gefa afslátt af sköttum til einhvers tíma til að hvetja fólk til að byrja með atvinnurekstur, og svo ég tali nú ekki um breytingar á sjávarútvegskerfinu.  Leyfa frjálar krókaveiðar og banna sölu viðiheimilda milli landshluta og slíkt. Það er svo margt hægt að gera til að koma hjólum atvinnulífsins í gang.  En það er bara ekkert gert. Þau eru botnfrosin þetta tvíeyki og munu ALDREI geta komið landinu upp úr hjólförunum. Því ættu þau að gera þjóðinni það að fara frá, koma sér burt og leyfa okkur að bjarga okkur sjálf án nauðgunar inní ESB:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 22:01

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Hrólfur, ég veit svo sem ekki hvort hún fer frá þótt neiið verði ofan á.

En við skulum vona það besta.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 23:06

12 Smámynd: Gunnar Waage

Hvaða rugl er þetta, er en verið með Bucheit hérna á launum ? Ríkisstjórnin er svo gjörsamlega úti að skíta að ég hélt ekki að annað eins ástand væri fræðilegur möguleiki læknisfræðilega.

Gunnar Waage, 31.3.2011 kl. 23:08

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ásthildur Cecil, ég er ekkert sérstaklega elskur að álverum sem slíkum.

En í núverandi stöðu gæti verið góður kostur að fá eitt til tvö álver, það gefur innspýtingu í efnahagslífið.

Mikið atvinnuleysi er hjá iðnaðarmönnum, álversframkvæmdir myndu skapa störf fyrir þá. En við meigum hvorki tapa okkur í álverum né öðru.

Best er að hafa eins fjölbreytt atvinnulíf og mögulegt er, það þurfa allar góðar hugmyndir að heyrast og öðlast brautargengi.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 23:10

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Gunnar minn, ég hef engu við þetta að bæta hjá þér, þú orðar þetta ansi vel.

Jón Ríkharðsson, 31.3.2011 kl. 23:22

15 Smámynd: Gunnar Waage

Ah nei, takk fyrir frábæran pistil að vanda Jón minn !

Gunnar Waage, 31.3.2011 kl. 23:29

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld". - Halldór Kiljan Laxness

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband