Það er aumt að þora ekki að berjast.

Íslendingar eru í stríði við Breta og Hollendinga. Stríðið hefur verið ansi erfitt vegna þess, að íslensk stjórnvöld hafa gengið í lið með þeim og fáránlega stór hluti þjóðarinnar heldur málstað andstæðinga sinna mjög á lofti.

Allir eru sammála um, Bretar og Hollendingar líka, að okkur beri ekki lagaleg skylda til að borga eina einustu krónu. En liðsmenn þeirra hér á landi hafa komið með ýmiskonar hræðsluáróður til að efla fylgi við andstæðinga okkar, sumir segja að Ísland verði sett í ruslflokk af matsfyrirtækinu Moody´s ef við samþykkjum ekki samninganna.

Hætt er við að Moody' s menn setji okkur í ruslflokkinn, jafnvel þótt við göngum öll í lið með Bretum og Hollendingum.

Staðreyndin er sú, að í skýrslu fyrirtækisins um Ísland segir, að ósvissan um greiðsluhæfi landsins felist í því, að hér á landi líki pólitísk óvissa.

Það var gert ráð fyrir stóriðju hér á landi, eða einhverju öðru sem skapað gæti sambærilegar tekjur, gjaldeyrishöftin virka neikvætt á erlenda fjárfesta og fleiri atriði tína þeir til.

Almenningur hér á landi þarf að standa í lappirnar og berjast til síðasta blóðdropa. Við þurfum að halda okkar málstað á lofti á erlendum vettvangi og vinna þau verk, sem réttkjörin ríkisstjórn á að gera.

Minnihluti stjórnarandstöðunnar hefur dug í sér til að gera það og ríkisstjórnin er handónýt til allra verka.

Þess vegna þarf þjóðin að sýna hvað í henni býr, sanna það fyrir umheiminum að hér á landi býr fólk, sem stendur með réttlætinu.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband