"Bjargföst sannfæring" Steingríms Joð.

Í atkvæðagreiðslu um hinn alræmda Svavarssamning sagði Steingrímur Joð, að það væri "bjargföst sannfæring" sín, að hann væri að vinna landi og þjóð ómælt gagn, með því að samþykkja samninganna. Í marsmánuði sama ár (2009) sagði hæstvirtur fjármálaráðherra, að Svavar Gestsson væri að "landa stórkostlegum samningi", það var einnig "bjargföst" sannfæring hans.

Þann 30. desember árið 2009 komu stjórnarliðar hver á fætur öðrum í pontu alþingis og lugu að þjóðinni, hvort sem það var vísvitandi eður ei.

Öll sögðu þau, að samþykkt samninganna væri nauðsynleg fyrir endurreisn landsins. Þeim var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars árið 2010.

Stjórnaliðar breyttu skyndilega um skoðun og sögðu að höfnun samninganna hefði komið sér vel fyrir samningsstöðu þjóðarinnar.

Nú þegar skárri samningur liggur fyrir, þótt hann sé í eðli sínu mjög slæmur, þá hrökkvar stjórnarliðar aftur í lygina.

Þeir halda því fram, að allt fari á verri veg, ef þjóðin samþykkir ekki samninginn.

Það ætti að vera orðið deginum ljósara, að "bjargföst sannfæring" fjármálaráðherra er í eðli sínu stórhættuleg hagsmunum lands og þjóðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessvegna verðum við öll að kjósa NEI ekki samþykkja þennan IceSlave III svikasamning..... Það er grundvallaratriði..... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2011 kl. 02:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fjármálaráðherra er stór hættulegur þjóðinn, alveg óháð icesave. Ríkisstjórnin er stórhættuleg þjóðinni!

Segjum NEI við icesave og í framhaldinu er brýnasta verkefnið að koma ríkisstjórninni frá, áður en skaðinn verður meiri!

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2011 kl. 07:58

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur hefur löngum haft bjargfastar sannfæringar fyrir því að skoðanir hans séu réttar.  Því miður þá hafa þær allar reynst vita gagnslausar og á stundum stór skaðlegar.

Það er raunalegt að horfa upp á þjóð sem virðist svo heillum horfin að stór hluti hennar ætlar að segja Já við því sem er ekkert anað en lögverndaður þjófnaður.  

Rökin fyrir því að gera svo eru að því er mér virðist helst þau að leti Svavars er smitandi, en leti fylgir margskonar ómenska, eins og tildæmis að þessi þorparastjórn kemur ekki til með að nenna að standa uppúr stólunnum jafnvel þó Landinn segi Nei!!!  

En ég geri þjóðminni ekki þann óskunda að samþykkja þennan lögverndaða þjófnað, hvernig sem henni þóknast svo annars að fara með mig.    Nei verður það!!!

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2011 kl. 11:43

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur öllum fyrir Jóna Kolbrún, Gunnar og Hrólfur.

Ég get tekið undir allt sem þið segið og hef engu við það að bæta.

Við eigum að sjálfsögðu að neita alfarið að skrifa undir þessa samninga.

Jón Ríkharðsson, 5.4.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband