Viðbjóðsleg hræsni.

Sú tæra vinstri stjórn sem nú ríkir, hefur sýnt alveg hreint viðbjóðslega hræsni á sinni valdatíð.

Það er erfitt að túlka réttmætt álit á verkum hennar með kurteislegu orðalagi, en eftir mikla umhugsun, fékkst sú niðurstaða að "viðbjóðsleg hræsni" væri ekki sterkt orðalag miðað við tilefnið.

Nú er verið að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, stjórnarliðar segja að sjálfstæðismenn hafi valdið hruninu og að þeir séu upp til hópa gjörspilltir.

Sá flokkur sem mestu ræður í landsmálum um þessar mundir, Samfylkingin, var fyrir hrun, ekki síður á bandi útrásarvíkinga heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Margt bendir til að samfylkingarfólkið hafi flaðrað enn meira upp um auðmenn fortíðar en sjálfstæðismenn, taka skal fram, að erfitt er að fullyrða með óyggjandi hætti að svo sé. Þjóðin reyndar öll, að mestu leiti, dásamaði fjármálalífið í heild sinni.

En hvað hefur svo gerst, eftir að "Norræna velferðarstjórnin" ætlaði að bjarga landinu?

Hundruðum milljarða hefur verið hent í lífvana fjármála og tryggingafyrirtæki, þéttri skjaldborg hefur verið slegið utan um fjármálamarkaðinn á meðan almenningur er skattpíndur og lítið gert til að koma til móts við þann hóp.

Fjármálaráðherra neitar að gefa upplýsingar um kostnað við gerð Icesave samninganna, erfitt er að toga upplýsingar út úr æðstu leiðtogum þjóðarinnar.

Samt var þetta fólkið sem í stjórnarandstöðu æpti á meira gegnsæi.

Steingrímur Joð hneykslaðist á því, að þáverandi ríkisstjórn væri ekki eins hrifin af þjóðaratkvæðagreiðslum og hann.

Nú er hann ekki eins lýðræðissinnaður og hann var fyrir örfáum árum, það tók valdið örskotsstund að spilla honum það mikið, að sennilega er hann einn mesti leyndarhyggjumaður íslenskra stjórnmála.

Meðan Icesave málið var á forræði ríkisstjórnarinnar, þá voru gerðir slíkir hörmungarsamningar, að það liggur við heimsmeti í klúðri. Þótt núverandi samningar séu slæmir, þá eru þeir afbragðsgóðir miðað við þá hörmung, sem stjórnarliðar heimtuðu að þjóðin greiddi.

Það er sama hvert litið er, svik og lygar eru aðalsmerki þeirrar ríkisstjórnar sem lýgur því að þjóðinni, að hún standi fyrir jöfnuð og mennsku í samfélaginu.

Sú viðbjóðslega hræsni sem stjórnarliðar hafa sýnt í sínum verkum, hefur aldrei áður þekkst í íslenskri pólitík, jafnvel þótt þjóðin sé ýmsu vön.

Þess vegna, ef dugur er í þjóðinni og stjórnarandstöðunni, þarf að leita allra leiða til að koma þeim frá völdum.

Allt, þá meina ég allt, er skárra heldur en núverandi stjórn, nema kannski einræðisstjórn í ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Núverandi "ríkisstjórn" ætti í raun að segja af sér strax og vona að þeir sem taki við muni ekki setja þau fyrir landsdóm fyrir að hafa ætlað að svindla 170 milljörðum upp á egin þegna.

Annars væri "svo kjafti hæfi skel" sanngirnin mest að taka Steingrím og Jóhönnu og koma þeim fyrir á elliheimili í "velferðasamfélaginu". Það er í rauninni skárra að vera í fangelsi en þeim stofnunum sem Jóhanna hefur komið á koppin með endalausu kroppi í kerfið sem foreldrar hennar komu á koppinn of kallast almannatryggingakerfi.

Óskar Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 19:09

2 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Jón.  Nú líkar mér við þig með sterku orðalagi gegn þessu ógeði sem kallast víst ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN.  Hefur oft fundist þú of væginn í lýsingunum á þeim, þó mest Jóhönnu og Össuri sem eru ekki síður forhert en hin.  Ögmundur síst þó þó nú sé hann tapaður ofan í svartholið.  Þau blekkja og ljúga og svíkja endalaust og bara allt neikvætt sem þú skrifaðir er satt nema ég vil ganga enn lengra og segja að þau fremji lögbrot og stjórnarskrárbrot, ef ekki glæpi gegn þjóðinni. 

Elle_, 5.4.2011 kl. 22:56

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óskar, ég ætla rétt að vona að menn séu hættir þessari Landsdómsþvælu.

Heimska og fábjánaháttur getur aldrei varðað við lög, þá væri ærinn starfi hjá dómsstólum landsins.

Jón Ríkharðsson, 5.4.2011 kl. 23:30

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hvað segirðu Elle, finnst þér ég of væginn í lýsingum mínum?

Sennilega er það vegna þess uppeldis sem ég fékk hjá henni ömmu minni sálugu, hún kenndi mér að vera góður við fábjána og gamlar konur, þess vegna er ég svona orðvar þegar ég fjalla um Jóhönnu og Össur, reyndar finnst mér oft gaman að Össuri og ég held að honum sé ekki alls varnað, en hann hefur gert margar gloríurnar í gegn um tíðina og verið afskaplega seinheppinn greyið að tarna.

En Ögmundur er hvorki fábjáni né gömul kona, það væri réttast að skammast ögn í honum.

Ég held að hann hafi ekki treyst sér til að vera heilbrigðisráðherra, því hann þurfti að þjarma að gömlum skjólstæðingum sínum í opinbera geiranum.

Mér finnst það afar lélegt (ég ætla að reyna að blóta ekki til að Rósa vinkona mín skammi mig ekki aftur), af Ögmundi að taka aftur við ráðherraembætti. Það hefur ekkert breyst frá því að hann hætti sem heilbrigðisráðherra, þannig að hann á frekar erfitt með að ljúga sig út úr þessu brölti sínu.

Jón Ríkharðsson, 5.4.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Elle_

Steingleymdi Jóni Bjarnasyni, Jón.  Verð að segja að ég hef ekkert, alls ekkert á móti honum og Ögmundi nema ICESAVE. 

Elle_, 6.4.2011 kl. 00:55

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Karlgreyið hann Jón Bjarnason er gæðasál, en hann veit ekki mikið um sjávarútveginn.

Hann nefndi að viðmiðunarfráttur á ísmagni í fiski ætti að vera sex prósent, en lágmarks ís í fiski má helst ekki fara undir fimmtán prósent, einnig hefur hann komið með ýmsar einkennilegar kenningar sem ég man ekki alveg í svipinn.

Veistu það Elle, þetta eru svo miklir kjánar upp til hópa, að ég á bágt með að vera reiður út í þau.

Jón Ríkharðsson, 6.4.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband