Við þurfum beint lýðræði.

Ef eitthvað á að breytast hér á landi, þá þarf að koma á fót einhvers konar beinu lýðræði, þar sem almenningur hefur möguleika á, að veita stjórnmálamönnum aðhald.

Stjórnmálamenn þurfa þá að sannfæra þjóðina um ágæti verka sinna og geta ekki keyrt misgáfuleg gæluverkefni í gegn um þingið.

Að mínu mati, þá þarf frumkvæðið að koma frá þjóðinni, einhver prósent kosningabærra manna, fimmtán til tuttugu, en ekki frá minnihluta alþingis. Þá geta pólitíkusar farið að nota beint lýðræði sem vopn í pólitískri baráttu.

Það þýðir ekkert að stofna nýja flokka, þeir eru ekki vandamálið, heldur er það valdið sem menn fá.

Algeng ranghugmynd gerir vart við sig hjá þeim sem eru kosnir til valda, fólk sem traustið hlýtur heldur að það sé á einhvern hátt vitrara heldur en hinn almenni borgari. Í framhaldi af því, þá finnst valdhöfunum þeirra hugmyndir betri en þær sem almenningur hefur.

Vitanlega er þetta stór misskilningur, ráðamenn eru á engan hátt vitrari en við hin, þeir gefa bara kost á sér í ákveðið verkefni, sem felst í því að þjóna sinni þjóð.

Samræður milli þings og þjóðar er það sem þarf, auk beins lýðræðis. Það þurfa allir að taka þátt og enginn má skorast undan.

Ef svo fer, að þjóðin þarf stöðugt að vera að stöðva einhverja vitleysu hjá ráðamönnum, þá eru þeir ekki traustsins verðir og aðrir þurfa að koma í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband