Nú er hún ánægð með samstarfið.

"Góð samvinna stjórnvalda, launþegahreyfinga og Samtaka atvinnulífsins er lykillinn að þeim árangri sem hefur náðst. Einhverjir hvá eflaust þegar ég segi orðið "samvinna" enda verður því ekki neitað að oft hefur hvesst milli manna á undanförnum árum. En friður hefur haldist og samstarfið hefur haldist óslitið allan tímann og það skiptir máli".

Ekki veit ég hvaða árangur hefur náðst, annar en sá að hluti verkalýðshreyfingarinnar og SA hafa beitt hræðsluáróðri til þess að þvinga sína félagsmenn til að kjósa með Icesave.

Hún hefur vissulega óhefðbundinn skilning á tilverunni, en sú staðreynd blasir við þeim sem kjósa að lifa í hinum hefðbundna veruleika, að samtarf aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið gott og enginn sýnilegur árangurinn af þeirri vinnu.

Ekki hafa enn náðst samningar, þrátt fyrir tveggja ára samvinnu þessara aðila, enda erfitt að eiga við ríkisstjórn sem samanstendur af fábjánum upp til hópa og í ljósi skoðanakúgunar aðila vinnumarkaðarins, þá er lítil von um árangur.

En Jóhanna er ánægð með alla þá sem samþykkja vilja Icesave og þá er hún tilbúin að fyrirgefa hvað sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband