Sunnudagur, 10. apríl 2011
Hún gengur nú ekki á öllum blessunin.
Í þætti Egils Helgasonar opinberaði Jóhanna enn og aftur heimsku sína og vankunnáttu í pólitík.
Hún kvaðst óttast niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og kvað hana auka á erfiðleika íslendinga. Svona yfirlýsingar forsætisráðherra eru ekki vel til þess fallnar, að styrkja okkar málstað.
Vitað er að erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með því sem gerist í kjölfar kosninganna og þess vegna er mikilvægt, að leiðtogar þjóðarinnar gæti orða sinna vel. Eflaust eru ráðmenn í Bretlandi og Hollandi kátir núna, því þeir skynja ótta hjá forsætisráðherranum og sjá fram á, að ekki þurfi að beita mikið til að hræða hana enn frekar.
Steingrímur Joð má þó eiga það, að hann var ekki með hræðsluáróður, heldur sagði hann það vera höfuðverkefnið að vinna úr þessari stöðu og berjast fyrir málstað þjóðarinnar.
Í ljósi reynslunnar, þá er ástæða til að efast um að hann berjist af krafti fyrir okkar málstað, en hann sýndi þó allavega lit, það er meira en Jóhanna gat gert.
Athugasemdir
Steingrímur kom vel út úr þessum umræðum, tek undir það.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 15:23
Stórfrétt BBC vitnar í orðin "versta mögulega útkoman" varðandi niðurstöður kosninganna. Ég hefði búist við því að forsætisráðherra breta kynni að viðhafa slík orð - en nei; það var sjálfur forsætisráðherra Íslands!
Kolbrún Hilmars, 10.4.2011 kl. 15:39
Þakka þér ykkur fyrir Jóhanna og Kolbrún.
Kolbrún, þetta er mjög athyglisverður punktur hjá þér og staðfestir ennfrekar vanhæfni oh heimsku Jóhönnu.
Jón Ríkharðsson, 10.4.2011 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.