Vill hann verða þjóðinni til gagns?

Nú er það spurning, hvort Steingrímur Joð ákveður að hefja fyrsta skrefið í endurreisninni, með því að segja af sér.

Verði samningunum synjað þá gæti verið að hann taki bestu ákvörðunina á sínum stjórnmálaferli, að losa þjóðina við þessa ríkisstjórn, sem fátt gott hefur af sér leitt, ef þá nokkuð.

Fari svo, sem er alsemdist óvíst, að hann stígi til hliðar, þá fylgir Jóhanna væntanlega með og þá hljóta að verða áratugir, þangað til þjóðinni kemur til hugar að velja vinstri flokka til forystu.

Annars er Steingrímur Joð ólíkindatól, hann virðist trúa því að hann sé vel til þess fallinn, að tala máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi, en það verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja á blaðamannafundinum.

 


mbl.is Steingrímur boðar til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Steingrímur er ekki í stjórnmálum til að gera þjóðinni gagn.

Hann er þar fyrir sjálfan sig. 

Hann telur það heilaga málstað,

að hann sé í ráðherrastól, í sjónvarpinu, við stjórn, 

og að yfirhöfuð að sé Guðs útvaldi,

til að sjá fyrir okkar málum. 

Bara að hann gæti það, en ekki verður á allt kosið.  

Viggó Jörgensson, 9.4.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Viggó, ég viðurkenni að hafa verið óhóflega bjartsýnn þegar ég byrjaði að skrifa pistilinn, en sú bjartsýni hvarf eftir fyrstu línurnar.

Það er rétt sem þú segir, Steingrímur situr sem fastast meðan hann getur, hann er ekki í neinum tengslum við veruleikann.

Góður vinur minn sem setið hefur lengi á þingi sagði að það væri einn stór galli við forystumenn ríkisstjórnarinnar, hann væri sá, að þau trúðu því í alvöru sem þau eru að segja.

Í því liggur hættan, þau halda að þau séu að gera rétt.

Jón Ríkharðsson, 10.4.2011 kl. 02:05

3 identicon

Svarið við spurningunni er einfalt Jón. Þjóðin er búin að hafna leiðsögn sauðamálaráðherra í tvígang og ef hann skilur það ekki verður hann borinn spriklandi út af Alþingi.

Hilmar Þór Hafsteinsson 10.4.2011 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband