Treystir þingið þjóðinni?

Jóhanna hafði rangt fyrir sér, þegar hún sagði að þjóðaratkvæði gengju ekki upp, ef um væri að ræða milliríkjadeilur.

Þjóðin náði réttri niðurstöðu í tvígang, meðan þingið þorði ekki að berjast.

Beint lýðræði hefur sannað ágæti sitt í Sviss, Jóhanna sagði að það væri ekki hægt að miða við Sviss þegar rætt væri um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Hún þekkir ekki vel til efnahagsmála og þaðan af síður til stjórnmálasögu heimsins.

Ástandið í Sviss var slæmt fyrir ca. 130. árum, það logaði allt í deilum og blóðugt stríð var á milli borgara þar í landi. Til að sætta málin, var farið af stað með þjóðaratkvæðagreiðslur.

Svisslendingar eru með þannig skipulag, að visst prósent þjóðarinnar getur gert kröfu um að mál verði sent til þjóðarinnar. Þá setjast fulltrúar almennings með kjörnum fulltrúum og það er farið yfir málin.

Í Sviss kunna þingmenn að tala við eigin þjóð, þannig að sjaldnast fara mál í þjóðaratkvæði.

Svona hefð þarf að skapast hér á landi, þjóðin verður að fá tækifæri til að segja sitt álit og kjósa um umdeild mál.

Það er óásættanlegt, að horfa upp á stjórnarliða keyra gæluverkefni sín í gegn um þingið, án mikillar umræðu.

Þeir þingmenn sem treysta ekki eigin þjóð, hvernig í ósköpunum geta þeir vænst þess, að þjóðin treysti þeim?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrir þremur árum hóf ég mína vegferð á Moggabloggi, nánar tiltekið 7. apríl 2008. Örlagaárið mikla. Þá voru hér flottir pennar í öllum hornum og skoðanaskiptin flugu um sali. Pólitíkin og allt hitt.

Ég fullyrði hér að 85% þeirra bestu hafi yfirgefið þennan vettvang. DO syndrómið! Leit hér inn í dag og sannfærðist. Er blessunarlega laus héðan, en það var erfitt. Mjög erfitt.

Skoðanaskipti einlitra dreggjanna eru mér ekki að skapi!

Er nokkuð rangt við það að tilbiðja víðsýnina?

Er nokkuð rangt við að virða skoðanir annarra?

Ég bara spyr!

PS. Þessari athugasemd er ekki beint að síðuhöfundi sérstaklega. Síður en svo. Fjölmargir eru hér verri en hann!

Góða helgi!

Björn Birgisson, 15.4.2011 kl. 22:41

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er hjartanlega sammála þér Björn, með skoðanaskiptin og það, að virða skoðanir annarra.

Ég á góða vini í öllum flokkum og er þeim sammála í mörgu.

Það sem hefur aðallega pirrað mig við þá vinstri menn sem ég hef kynnst, er að þeir nenna ekki að rökræða.

Ég hef haldið fram mínum sjónarmiðum, þeim sem birst hafa í pistlunum hjá mér og beðið þá um að hrekja mín rök, en þeir kalla mig bara hálfvita og segja að ég sé blindaður af Valhöll.

Gott og vel, þá bið ég þá um að lýsa fyrir mér, í hverju sú blinda sé fólgin.

Þá verða þeir reiðir og vilja ekki tala við mig um pólitík, en það verða engin vinslit.

Sama er hérna í bloggheimum, ég bíð eftir að vinstri menn sýni mér það með rökum, að vinstri stjórnin sé að gera góða hluti.

Þá er það sami söngurinn "helvítis íhaldið" osfrv.

Ég get nefnt þér eitt dæmi sem ég var óhress með hjá mínum mönnum og stjórnarandstöðunni.

Ég skyldi ekki almennilega kæru jafnréttisráðs, því mér fannst Jóhanna, aldrei þessu vant, taka góða ákvörðun, með því að ráða ekki flokksystur sína.

Stjórnarandstaðan fór af hjörunum, það á ekki að ráðast á fólk, bara til að berjast.

Ég vil glaður rökræða við vinstri menn um pólitík, veist þú um einhvern sem hefur þolinmæði til að rökræða?

Ég hef ekki fundið neinn ennþá, þeir eru svo andskoti fljótir að reiðast og mér leiðist að rífast, það kemur aldrei neitt út úr því.

Jón Ríkharðsson, 15.4.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að það sé hægt að svara ,,fyrirsögninni" neitandi með þeim rökum að núverandi stjórnarmeirihluti, hefur í þrígang fellt tillögu í þinginu um bindandi þjóðaratkvæði.  Tvisvar vegna Icesave og svo einu sinni vegna ESBumsóknar og væntanlegs samnings um aðild að ESB í fyllingu tímans.

 Þau rök sem ég hef heyrt við því að aðildarsamningurinn færi í bindandi þjóðaratkvæði, eru þau að þjóðin gæti samþykkt slæman samning fyrir Ísland.  Þau rök verða nú að teljast fremur haldlítil, því ætla má að stjórnvöld ákveddu nú ekki að leggja samning fyrir þjóðina sem þau teldu beinlínis slæman fyrir þjóðina.   Rökin varðandi umsóknina eru flest á þann veg að nægi að kjósa að samningsferlinu loknu og þá ráðgefandi ekki bindandi. 

 Ég hef þó bent fólki á að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, þá hafi ráðgefandi þjóðaratkvæði álíka mikið gildi og Gallupkönnun, nema hvað ,,úrtakið" væri væntanlega stærra en í venjulegri Gallupkönnun.  Á endanum væri það þingsins að ákveða um lyktir máls.  

Þá er mér bent á að þingið færi nú varla að akta gegn vilja eða ráðgjöf þjóðarinnar.   En þá komum við aftur að stjórnarskránni og nægir þá að vitna í greinar 47 og 48.  Sem að ég leyfi mér að fullyrða að verði varla breytt þrátt fyrir endurskoðun stjórnarskrár.

,,47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."

 Hvort á þingið þá að hunsa vilja eða ráðgjöf þjóðarinnar eða brjóta stjórnarskrána?  Því annar stjórnarflokkurinn í það minnsta telur jú hag þjóðarinnar betur borgið innan ESB.  Er einhver von til þess að þingmenn þess flokks, styðji það að málið verði látið niður falla, verði svar þjóðarinnar nei?  Eiga þá andstæðingar aðildar í þingliðinu að greiða atkvæði með samningnum ef svarið verður já?  Eða verða uppi hótanir um stjórnarslit, eins og voru þegar umsókninni var þvælt í gegnum þingið, verði samningurinn ekki samþykktur í þinginu?

Hvað atkvæðagreiðslu um samninginn varðar, þá tel ég að Samfylkingin óttist það, að þjóðin hafni honum í bindandi kosningu og þá verði málið úr sögunni um óákveðinn tíma.  En ráðgefandi þjóðaratkvæði, gæti haldið því opnu að gerðar yrðu smávægilegar breytingar á samningnum, þar til loksins kæmi já.   Þær breytingar væru þó flestar ef ekki allar í formi undanþága, sem að væru aðeins tímabundnar og af þeim sökum frekar haldlitlar til lengri tíma.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 00:01

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Kristinn Karl, ég er sammála því sem þú segir og hef engu við það að bæta.

Við þurfum nauðsynlega á beinu lýðræði að halda og ennferkar meðan þessi stjórn er við völd.

Jón Ríkharðsson, 16.4.2011 kl. 00:34

5 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Ágæti Björn, ég hef ákveðið að þú sért ekki alveg í jafnvægi í kvöld. Þess vegna hef ég líka áliktað að orð þín um að allt var svo flott og gott hér áður fyrr, 85% gáfulegra, séu orð utan jafnvægis og að á morgun er nýr og betri dagur.

Sveinn Egill Úlfarsson, 16.4.2011 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband