Vaxandi andstaða við ESB aðild í Finnlandi.

Á meðan íslenskir aðildarsinnar leitast við, að sannfæra landa sína um nauðsyn þess, að ganga í ESB, þá virðast Finnar verða orðnir fremur neikvæðir á sambandsaðild.

Ef marka má ummæli ýmissa bænda í Finnlandi, þá virðast hlunnindi þeim til handa, af hálfu ESB, algerlega farið framhjá þeim. Þeir hafa bent á það, að áhrif ESB á landbúnaðinn hafi ekki verið að öllu leiti til góðs, Evrópusambandið hefur stýrt bændum yfir í greinar sem þeim finnst ekki hagstæðar.

Flest bendir nú til þess, að ESB aðild bæti ekki beinlínis hag þjóðarinnar, heldur þurfum við að bæta okkar hagstjórn ef eitthvað á að skána hér á landi.

Efast skal um, að Grikkir og Írar þakki Drottni, fyrir að hafa fært þeim ESB aðild og ódýr matvæli ásamt hagstæðum lánum til íbúðarkaupa.

Ofangreindar þjóðir virðast eiga það sameiginlegt með okkur hér á Fróni, að vera í leiðinda vandræðum, sem stafa af óábyrgri hagstjórn stjórnvalda og lélegu bankaeftirliti, sem einmitt var hannað af ESB að mestu leiti.

Það má vel vera, að einhverjum finnist það góður kostur að vera í samstarfi við ESB. Fólk hefur ólíka pólitíska sýn og sumir eru ægilega glaðir með stefnu sambandsins í hinum ýmsu málum.

Ekki skal efast um góðan vilja Brusselmanna til að bæta hag sinna aðildarríkja, en þeim hafa verið æði mislagðar hendur í þeirri viðleitni. Enda erfitt að hafa stjórn á mörgum löndum sem hafa ólíkar áheyrslur í hinum ýmsu málum.

ESB er svo sem ekkert hræðilegt, en enginn rök hafa enn komið fram, sem sýna nauðsynn aðildar með óyggjandi hætti. Ekki skal efast um að hagur Össurar og fleiri pólitíkusa mun stórbatna við aðild, en hyggilegra er að hugsa um hagsmuni heildarinnar, því þótt Össur sé vissulega mikill að vexti, þá er hann ekki stór hluti af okkar litlu þjóð.


mbl.is Ljóst að við höfum sigrað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband