Er þetta allt saman Hrannari að kenna?

Ætli Hrannar B. Arnarson sé stöðugt að hræra í Jóhönnu ræflinum og telja henni trú um, að hún sé góður leiðtogi og frábær forsætisráðherra?

Hann hefur hag af því, starf aðstðarmanns forsætisráðherra, er sennilega ágætis staða og þokkalega launuð.

Jóhanna sagði í viðtali við DV um helgina, að hún hefði í hyggju að halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í embætti formanns, ef hún hefði áfram stuðning sinna flokksmanna.

Hún hefur slík heljartök á flokknum, að hæpið er að nokkur þori að mótmæla, enda sagði hún að það væri uppi ágreiningur í öllum flokkum, nema Samfylkingunni.

Ágreiningur þýðir nefnilega í hennar huga, það að vera ekki á sama máli og hún.

En kerlingarræfillinn, hún er alltaf jafn seinheppin.

Þegar hún hitti forætisráðherra Breta, þá sagði hún að fæðingarorlof karla hér á landi, væri ansi rausnarlegt.

Það mun alfarið vera á ábyrgð sjálfstæðismanna.

Svo sagði hún í viðtalinu við DV, að vel hefði verið tekið á fjármálum stjórnmálaflokka, varðandi styrki osfrv.

Það mun hafa verið gert að frumkvæði sjálfstæðismanna einnig og Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri flokksins stýrði þeim umræðum.

Það þyrfti einhver góður einstaklingur í Samfylkingunni að hvísla því að henni, að taka ekki mark á öllu sem Hrannar segir.

Hvatning hans til yfirboðara síns er að verða þjóðinni ansi dýr, svo ekki sé talað um hvað gerist, ef hún neitar að hætta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það besta er að Hrannar þessi er með dóm á sig, vegna þess að hann (og hans félagi sem hvarf og var ekki dæmdur) var að senda fólki reikninga sem það kannaðist ekki við.

Ómar Gíslason, 24.4.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Ómar Skapti, ég þekki alla hans sögu nokkuð vel.

Hann hefur ekki gott orð á sér í viðskiptum, en þar sem langt er um liðið, þá hefur mér ekki fundist ástæða til að rifja það allt saman upp.

Engu að síður er það gott hjá þér að benda á þetta.

Jón Ríkharðsson, 24.4.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ætli hugmyndin af því að senda þjóðinni reikning fyrir skuld sem hún stofnaði ekki til sé kannski komin úr forsætisráðuneytinu....?

Það er kannski full ástæða til þess að hugsa til þess í framtíðinni að þeir sem valdir eru til starfa í ráðuneytum fari í gegnum hæfnismat til að tryggja það að þeir hafi sem óflekkaðast mannorð. Fyrirfram hefði maður gert ráð fyrir að núverandi forsætisráðherra hefði verið líklegust til að taka upp slíka starfshætti og því leitt að heyra að það séu uppi efasemdir hjá fleirum en mér um dómgreind þeirra sem starfa í æðsta ráðuneyti landsins.....

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband