Mánudagur, 2. maí 2011
Kominn tími til.
Vonandi færist þjóðfélagsumræðan upp á hærra plan í kjölfar þessarar málsóknar, þótt meðlimir dómstóls götunnar haldi vafalaust áfram að þvaðra út í loftið.
Dómstóll götunnar lætur sér oftast nægja að hlíða á eitt og eitt orð og dæma samkvæmt því, eins og t.d.; "helvítis íhaldið olli hruninu", "þetta voru mútur" osfrv. Hugsuðir hópsins líta svefndrukknum augum yfir fyrirsagnir blaðanna og eru með allt á hreinu eftir lesturinn.
Ég get aðeins sagt, að ég efist stórlega um að Guðlaugur hafi þegið mútur, en ég get hvorki sannað það né afsannað. Til þess þarf rannsókn þar til bærra aðila, enginn dómstóll, fyrir utan hinn hlandvitlausa dómstól götunnar, lætur sér nægja að dæma fólk samkvæmt áliti þeirra á því.
Vonandi verður gerð almennileg rannsókn á þessu máli í heild sinni, til þess að eðlilegt fólk fái einhverja niðurstöðu í málið.
Dómstóll götunnar er ekki skipaður eðlilegu fólki, heldur samansafn einstaklinga sem vill ekki sannleikann, heldur býr til leikrit sem þjóna á þeirra vafasama málstað.
Björn Valur væri án efa ágætlega hæfur, til þess að veita "Dómstól götunnar" forstöðu, hann á jú djúpar rætur í hans flokki.
En taka ber fram, að margir í vinstri flokkunum eru víðsýnir og skynsamir einstaklingar.
Ætlar að stefna Birni Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.