Handónýtt uppgjör við hrunið.

Á þessu ári verða liðin þrjú ár frá því að bankahrunið varð.

Skipuð varð rannsóknarnefnd á vegum alþingis til að rannsaka hrunið og hjálpa okkur við að draga lærdóm af því.

Þótt margir dásami skýrsluna og telji hana tímamótaverk, þá er erfitt að færa gild rök fyrir því. Þótt þeir sem skýrsluna gerðu hafi komið með ýmsar ágætar ábendingar, þá vantar mikið upp á, að vönduð rannsóknarvinna hafi farið fram.

Það skiptir engu máli hvort einstaklingur beri nafnið Davíð Oddsson eða fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum, allir eiga að vera jafnir að lögum.

Andmæli þau sem Seðlabankastjórarnir komu með, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fleiri, þau koma ekki fram í skýrslunni sjálfri og engin málefnanleg umfjöllum fer fram af hálfu nefndarinnar,

Nefna má að Davíð benti á, að valdheimildir hafi skort. Skýrsluhöfundar gerðu ekkert með þær ábendingar. Ekki hefur heldur fari hátt um það, að Már Guðmundsson benti á slíkt hið sama eftir að hann tók við sínu embætti.

Það vakti líka athygli að, Þorvaldur Gylfason hafði efasemdir um að íslendingar væru hæfir til að rita rannsóknarskýrslu um hrunið. Hann sagði í ræðu á borgarafundi, að það væri ekki gott hjá Geir H. Haarde að skipa sjálfur í nefnd til að rannsaka það sem miður fór, betra væri að fá óháða útlendinga til verksins.

En Þorvaldur hafði skipt um skoðun strax og skýrslan kom glóðvolg úr prentsmiðjunni. Ekki var það vegna þes að hann hefði svona góð tök á hraðlestrartækni, heldur var hann nefndur í skýrslunni, sem einn af þeim sem hafði ítrekað varað við og komið með ábendingar, en á hann var ekki hlustað.

Ingibjörg Sólrún sagði aftur á móti að, Þorvaldur hafi haft greiðan aðgang að henni, en ekki komið með neinar ábendingar né viðvaranir. 

Staðreyndin er sú, að hann skrifaði fjölmargar lofgreinar í Fréttablaðið um hversu dýrmlæt auðlynd bankakerfið væri. Honum mislíkaði bók Guðna Th. Jóhannessonar, vegna þes að Guðni benti á hólskrifin hans Þorvaldar, þegar prófessorinn var í tvöþúsund og sjö gírnum, en þá var hann sannfærður um, að fjármálaþjónustan væri framtíðin og hlutur sjávarútvegsins færi þverrandi.

Nú er búið að stefna Geir H. Haarde fyrir dóm og koma með ýmsar ásakanir á forstöðumenn Seðlabankans og annarra eftirlitstofnanna. Hugsanlega verður séð til þess, að einhver úr pólitíkinni eða stjórnsýslunni verði dæmdur.

En sérstakur saksóknari sem á að rannsaka raunverulega gerendur, hann hefur ekki fundið neitt bitastætt á þá sem raunverulega ollu hruninu.

Sama hver er nefndur, Jón Ásgeir, Hannes Smárason osfrv., allir eru þeir sem að útrásinni stóðu í prýðismálum og flestir ennþá að stunda viðskipti.

Þeir sleppa allir við blankheit og erfiðleika af völdum hrunsins.

Það versta er, að á meðan ríkisstjórn situr við völd, sem lýgur því að fólki að hún hugsi um hag almennings, þá er verið að tala um að það þurfi bónusa til þess, að halda í besta bankafólkið.

Menn þvarga og þvarga, haldnir eru handónýtir þjóðfundir og gagnslaust stjórnlagaráð sett á fót, á vafasaman hátt.

Ennþá eru menn að feta sömu slóð og einmitt, leiddi til hrunsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ríkisstjórnin er stjórn auðmanna, og hagar sér eftir því. Árni Páll getur ekki lesið út úr gerðum sínum og ber við skilningsleysi. Það er ömurlegt. Guðlaugur þór er samkvæmur sjálfum sér og bendir á glæpsamlegar gerðir bankanna gegn almennum skuldurum.  En Árni Þór hristir bara stamandi höfuðið og skilur ekki neitt í neinu. Ástandið er verra eftir að núverandi stjórn tók við, enginn skjaldborg um heimilin bara um fjármagnseigendur. Vart er hægt að hugsa sér verri stjórn, en það er með ólíkindum hvað hún tórir! Nautið sem heldur þessum ófögnuði saman er bínn að biðja kúastofnin sfsökunar,og heldur að það sé lausn allra mál, er nema von að illa gangi.!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.5.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Eyjólfur minn, þetta er allt saman satt og rétt hjá þér.

Kúastofninn þarf væntanlega að bíða lengi eftir afsökunarbeiðni frá nautahjörðinni og í stjórnarflokunum eru naut af báðum kynjum.

Jón Ríkharðsson, 10.5.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband