Sunnudagur, 15. maí 2011
Daninn sem vissi þetta allt.
Ýmsir sjálfskipaðir álitsgjafar sem og aðrir sem skipaðir eru af fjölmiðlum, hafa hrósað Lars Christiansen mikið og dásamað hann fyrir að hafa séð kreppuna fyrir.
Lars hefur þóí það minnsta eitt fram yfir kollega sinn Þorvald Gylfason, hann þykist ekki hafa spádómsgáfu og góð sjálfsþekking á borð við það, veitir mönnum ágætis forskot.
Í viðtali við Frjálsa verslun segir Lars m.a. að hann hafi ekki séð hrunið fyrir, heldur taldi hann það, að leiðréting ætti sér stað á hlutabéfamarkaði og að líklega yrði hörð lending hér á landi.
En margir hafa svo gaman af, að skammast út í fyrrum stjórnvöld, fyrir að státa ekki af skyggnigáfu sem gerir þeim kleyft að sjá inn í framtíðina, en fáir hafa þannig gáfu, ef þá nokkur jarðneskur maður.
Hann ætti að uppfræða kollega sína tvo, þá Þorvald Gylfason og Þórólf Matthíasson um eðli hagfræðinnar. Lars segir nefnilega að hún sé ekki mjög nákvæm vísindagrein, en líklega hafa tvímenningarnir aldrei heyrt um það áður.
Í það minnsta þykjast þeir geta sagt ansi nákvæmlega fyrir um framtíðina, kannski þeir taki að sér að spá fyrir fólki í aukavinnu hjá sálarannsóknarfélagi því, sem bróðir utanríkisráðherra stendur fyrir? Ef mig langaði til að forvitnast um framtíðina, þá yrði ég afskaplega tregur til að óska eftir því, að Þorvaldur eða Þórólfur kíktu í kristalkúlu fyrir mig.
Hann segir að stjórnvöld hafi getað búið sig betur undir áföll, væntanlega með því að beita meira aðhaldi í ríkisrekstrinum, en bruðlið var yfirgengilegt á árunum fyrir hrun, þar klikkuðu sjálfstæðismenn gjörsamlega.
En þetta að sjá hrunið fyrir, það gerði enginn lifandi maður og erfitt er víst um samgöngur á milli heims og heljar eins og alkunna er.
Honum finnst merkilegt að "rauð-græn ríkisstjórn skuli hafa haldið út með svona afdráttarlausa aðhaldsstefnu", en Lars veit vitanlega eins og flestir, að vinstri mönnum fer flest betur en hagstjórn.
Ætli skýringin sé ekki sú, að AGS hefur lamið þau til hlýðni. Vinstri menn geta gert ágæta hluti með því að hlýða og þegja, ef þeir eru í stjórn, eins og sást þegar vinstri stjórn Steingríms Hermannsonar hlýddi aðilum vinnumarkaðarins á þjóðarsáttartímanum.
Aðdáendur hins danska hagspekings, ættu að hlusta betur á hann. Lars segir nefnilega, að "rangt sé að kenna einhverju einu um hvernig fór", en vinstri menn vilja helst láta góðmennið Geir, jú það var víst Steingrímur Joð sem kvað Geir vera góðmenni og strangheiðarlegan mann, þessvegna ákærði hann Geir með sorg í hjarta að eigin sögn, dúsa í fangelsi.
Ef fyrrum formaður sjálfstæðisflokksins fær að sitja inni, þá líður þeim alveg prýðilega, vinstri mönnunum, vegna þess að hatrið á Sjálfstæðisflokknum er það eina sem sameinar þá.
Athugasemdir
Þórólfur og Þorvaldur spáðu því líka þrisvar að hér færi allt í kaldakol, ef við borguðum ekki Icesave I-II og III. Krafa sem raunar hafði aldrei verið birt okkur.
Nú spá þeir því að það myndi verða mikið heillaskref að taka upp Evru og ganga í ESB. Sem ætti að vera hugsandi fólki nóg til að hafna því.
Þorvaldur situr nú í A hópi stjórnlagaráðs sem höndlar um afnám fullveldissins samkvæmt 7. lið laga um þingið og samkvæmt pöntun Össurar og Jóhönnu.
Fáir eru hættulegri landinu okkar en þessir tveir.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 02:18
Já nafni, það er rét hjá þér.
Það hættulegasta við þessa menn er einfaldlega það, að fólk tekur mark á þeim, vegna þess að þeir eru titlaðir prófessorar.
En reynslan hefur sýnt það, að hægt er að læra fræðisetningar utan að og hafa þær á hraðbergi, án þess að skilja um hvað þær fjalla.
Og það undarlegasta við þetta allt saman er, að páfagaukar virðast fá vinnu við að kenna líka.
Jón Ríkharðsson, 15.5.2011 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.