Kommúnisminn er að styrkja sig í sessi.

Ég á alltaf bágt með að taka undir skoðanir, sem settar eru fram með sterkum lýsingarorðum.

Þess vegna verður það að viðrukennast, að þegar vinir mínir og flokksfélagar voru að tala um kommúnisma, þá fannst mér það óþarflega sterkt til orða tekið.

En ég verð víst að viðurkenna, að þeir höfðu rétt fyrir sér en ég rangt, kommúnisminn er að styrkja sig í sessi hér á landi og það er ekki of sterkt til orða tekið.

Stjórnvöld viðurkenna ekki dóm hæstaréttar, eins og sjá má á skipun stjórnlagaráðsins. Svo þegar Ríkisendurskoðun fór yfir fyrirspurnir Guðlaugs Þórs, þá reyndi forsætisráðherra að hafa skoðanamyndandi áhrif á stofnunina.

Einnig eru aðgerðir stjórnvalda varðandi ferðamannagjaldeyrir ansi sterk birtingarmynd kommúnisma, það sama má segja um fjölmiðlalögin, en stjórnvöld vilja ákveð hvað er rétt að segja og hvað ekki.

Það heitir víst á mannamáli aðför að tjáningafrelsi, ef rétt er haft eftir þeim sem tjáð sig hafa um lögin, en það skal viðurkennast að ég hef ekki lesið þau.

Fjármálaráðherra vill hafa hönd í bagga með drykkjusiðum landsmanna, þótt erfitt sé að átta sig á aðkomu fjármálaráðherra að forvörnum. Í stjórnsýslulögum er hlutverk hans skilgreint og hans starf á að vera utanhald um fjármál þjóðarinnar og ýmis eftirlitsstarfsemi tengd fjármálum.

Ef heilbrigðisráðherrann væri jafn stjórnsamur og Steingrímur, þá myndi hann væntanlega tjá sig um stóriðjumál eða eitthvað óskylt hans ráðuneyti.

Eflaust er ungliðinn stjórnlyndi, sá sem vill að ríkið sjái um sölu og dreifingu á matvöru, til þess að þjóðin geti fengið mat á góðum kjörum, að ræða við formann sinn um þessa hugmynd sína og Steingrímur að leita leiða til að matreiða þessa kommúnistahugmynd rétt ofan í landann.

Það skyldi þó aldrei vera takmark VG, að heiðra minningu látinna leiðtoga Kommúnistaflokksins sáluga og klára það verk sem þeir hófu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Þetta líð eru kommunistar trúir köllun sinni, rétt eins og nazaistar og muslimar. Hve lengi ætla ´Sannir´ islendingar að láta þett lið komast upp með draum sinn um ´Sovét Island´

Hvað varðar okkur um þjóðarhag, sagði maðurinn. ESB er stjórnað af aflóga stjórnmálammönnum frá Sovetsku Austur Evrópu, og þeim gengur bara vel að ná markmiði sínu, sameinuð socialisk Evrópa. Sennilega verður russnesk rubla næsti gjaldmiðill þessa hyskis.

Björn Emilsson, 15.5.2011 kl. 19:49

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sannir íslendingar láta þetta lið ekki endalaust komast upp með þessa vitleysu.

Við, ég og þú Björn, ásamt fleirum, komum til með að sigra að lokum.

En þar sem við erum friðsamir, þá beitum við ekki ofbeldi og látum, heldur yfirvegun og skynsemi.

Yfirvegun og skynsemi eru lengur að virka, en hafa engu að síður áhrifaríkari virkni heldur en ofbeldi og læti.

Jón Ríkharðsson, 15.5.2011 kl. 23:16

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sé það bloggvinur minn að við sjáum kommana kom aftur ,og er það ekki ofmælt að mínu mati !!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.5.2011 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Halli minn, fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum árum, að kommarnir kæmust til valda, en enginn veit sína æfi fyrr en öll er.

Jón Ríkharðsson, 16.5.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband