Hafa þau kvarnir í staðinn fyrir heila?

Mikið óskaplega hljóta vitsmunir að vera af skornum skammti hjá ráðamönnum þjóðarinnar, því ef svo er ekki, þá er svo óhugnanleg mannvonska á ferðinni hjá þeim, að það hálfa væri nóg.

Ég ætla að vona að ástæðan sé heimska, þeirra vegna.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrifar mjög góða pistla og margt gott má út úr þeim lesa.

Í dag kemur fram í leiðara moggans, að skattbyrði hér á landi hafi þyngst mun meira heldur en í hinum OECD ríkjunum. Á sama tíma ritar launaður aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, Stefán Ólafsson lofgreinar um skattkerfið og lýgur því, að þeim sem verst eru settir hafi verið hlíft.

Það kemur nefnilega fram, að skattbyrðin sé hvað þyngst hjá einstæðum, tekjulágum foreldrum með tvö til þrjú börn á framfæri.

Enda hef ég engan einstakling með lágar tekjur heyrt hæla ríkisstjórninni fyrir að hafa hlíft sér, þvert á móti, þá þjáist þetta fólk vegna hækkunar á hinum ýmsu nauðsynjum og það er ekki ofmælt.

Það þyrfti að rannsaka þátt VG í búsáhaldabyltingunni, en þar voru framdir gjörningar sem eru svartur blettur á þjóðinni, þótt meirihluti mótmælenda hafi vafalaust verið friðsamir.

Vitað er að mótmælaspjöld voru geymd á skrifstofu Vg og Álfheiður Ingadóttir tók virkan þátt í að, leiðbeina mótmælendum í gegn um síma. Álfheiður er að sögn þeira sem til hennar þekkja, ekkert sérstaklega friðelskandi kona.

Grunsemdir eru einnig uppi um, að Steingrímur hafi viljað klúðra Icesave til þess að leyfa fólki að finna fyrir því, hversu illa Íhaldið" hafi farið með þjóðina, þótt það sé vitanlega blekking. Hvaða önnur rök geta legið að baki því, að senda Svavar og Indrið til að semja, menn sem kunna ekkert til verka í þeim málum.

Kannski að ástæðan sé heimska Steingríms, en ég er ekki viss um það, Jóhanna er hlandvitlaus, en Steingrímur virðist hafa, allavega meira vit en hún, en seint mun hann talinn í hópi mestu vitringa landsins.

Icesave klúður, kommúnískt eftirlit með ferðamönnum, hærri skattar heldur en þjóðin stendur undir, löggæslan í molum, óhlýðni við æðsta dómstól landsins osfrv.

Ofangreindar aðgerðir bera vott um hreinræktaðan fávitahátt eða þá, óhugnanlega mannvonsku.

Seint verður víst vitað hvor skýringin er rétt, en sama hvor er rétt, þá er þessi ríkisstjórn búinn að klúðra ansi miklu og hún á eftir að gera fleiri vitleysur ef hún situr mikið lengur.

Ætli stuðningsmönum hennar fari ekki fækkandi frá degi til dags?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ótrúlegt að þessi stjórn skuli vera ennþá við völd. Ég bara skil það ekki hvað hægt er að nauðga landanum lengi án þess að nokkuð sé að gert!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.5.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er vegna þess að við sjálfstæðismenn erum svo siðmenntaðir Eyjólfur minn, við tökum ekki þátt í skrílslátum eins og vinstri mennirnir.

En okkar aðferð er árangursríkari þegar til lengri tíma er litið, þetta leiðinda vinstristjórnartímabil líður hjá og við tekur alvöru stjórn, vertu viss.

Jón Ríkharðsson, 17.5.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband