Beint lýðræði er það mikilvægasta af öllu.

Aldrei verður of oft bent á mikilvægi þess, að notast við beint lýðræði hér á landi.

Fáir þora að hugsa þá hugsun til enda, ef ríkisstjórnin hefð náð að hengja Icesave klafann á þjóðina.

Sá forsætisráðherra sem þjóðin neyðist til að þola i óákveðinn tíma, reyndi allt sem hægt var, að þvinga hörmungarsamning Svavars Gestssonar upp á þjóðina, en óþarft er að tilgreina þann kostnað sem af því hefði hlotist, hann er flestum kunnur.

Hún lofaði að segja af sér, sem hefði verið heillaskref fyrir land og þjóð. En VG eyðilagði þá sælu með aulalegum undirlægjuhætti, þess vegna sitjum við ennþá uppi með kerlinguna.

Þegra þjóðin verður fyrir því óláni, að búa við snarklikkaðan forsætisráðherra, sem hótar jafnvel að sitja sem lengst og halda áfram að ergja þjóðina með óskiljanlegri vanþekkingu á efnahagsmálum, þrátt fyrir áratuga reynslu, bæði sem þingmaður og ráðherra, þá er eins gott að hafa möguleika á að stoppa vitleysuna í henni.

Hún reyndar hefur haldið því fram, að mál á borð við Icesave sé ekki hægt að leggja fyrir þjóðina, en eins og svo oft áður þá hafði hún rangt fyrir sér.

Þjóðinni er fyllilega treystandi fyrir því, að kjósa um mál er hana varða. Og það sem meira er, staðfestar heimildir sýna það með óyggjandi hætti, að þeir sem eiga að taka ákvarðanir fyrir þjóðina eru gjörsamlega vanhæfir og rúmlega það.

Þess vegna ber þjóðinni skylda til, að heimta beint og milliliðalaust lýðræði í næstu kosningum og sá stjórnmálamaður sem treystir ekki þjóðinni, hann getur varla vænst þess, að þjóðin treysti honum.


mbl.is Jóhanna hótaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband