Laugardagur, 28. maí 2011
Hvað ætli þau kenni sjálfstæðismönnum um núna?
Spennandi verður að fylgjast með fréttum af flokksráðsfundi Samfylkingarinnar á morgun.
Skyldi Jóhanna kenna sjálfstæðismönnum um árangursleysi ríkisstjórnarinnar?
Sú aðferð virkar mjög vel, því forysta Sjálfstæðisflokksins lætur sennilega allt yfir sig ganga eins og vanalega, án þess að bera hönd yfir höfuð sér, enda annáluð prúðmenni, stundum einum of.
Í tólf ár ríktu flokkar þeir sem að Samfylkingunni standa og allan tímann kenndu þau sjálfstæðismönnum um, að skuldastaða borgarinar væri slæm.
Í framhjáhlaupi mætti nefna, að á valdatíma R-listans, þá var góðæri hér á landi og mörg ágæt tækifæri til að efla tekjur borgarinnar.
Risarækjueldið, Lína-Net osfrv., er náttúrlulega vegna, óstjórnar sjálfstæðismanna, fyrir stjórnartíð R-listans, að þeirra mati.
Prúðmennska er vissulega góð og gild, en það er nauðsynlegt að grípa til varna ef á mann er ráðist.
Landsfundur í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fæ það stundum á tilfinninguna að þú sért á fullu við að æfa þig fyrir samræðurnar á dvalarheimilinu...
hilmar jónsson, 28.5.2011 kl. 21:38
Væntanlega hefur DO í Hádegismóum náð að troða sér í heila Kristjáns Möller og Sigmundar Ernis tvítyngda. Þess vegna eru þeir ekki nógu fylgispakir við fiskveiðifrumvarpið.
Nú og svo gæti verið að hinn stórhættulegi DO hafi eitthvað átt þátt í að plata Steingrím þegar hann færði erlendu vogunarsjóðunum það fé sem átti að nota til aðstoðar fjölskyldum og fyrirtækjum landsins.
Þetta fer allt eftir því hvað Hrannar verður hugmyndaríkur þegar hann semur ræðuna fyrir Jóhönnu. Eitt er þó alveg víst, Samfylkingin er saklaus af öllu, eins og nýfætt lanb í haga!
Gunnar Heiðarsson, 28.5.2011 kl. 21:52
Þakka þér fyrir Hilmar.
Þið vinstri menn eruð ákaflega miklar tilfinningaverur og látið ykkar röksemdir meira stjórnast af tilfinningum en skynsemi, þess vegna hefur m.a. gengið svona illa, þegar vinstri stjórnir hafa ríkt.
Rökræður hafa aldrei verið ykkar sterkasta hlið eins og sést á þinni athugasemd, en þetta er frumlegt hjá þér, án þess að vera sérstaklega sniðugt.
Ég hef gaman af samræðum og á von á því, að svo verði einnig þegar ég fer á dvalarheimilið, ég þarf ekkert að æfa mig fyrir samræðurnar á þeim ágæta stað.
Þú kýst ekki að fjalla um það sem ég skrifa, heldur koma með eitthvað sem þú heldur að virki sem sterk lýsing á minni nölduráráttu, sem vissulega er til staðar, en ofangreindur pistill er ekki birtingarmynd hennar, heldur birtingarmynd staðreynda.
Samfylkingin hefur ekki ennþá, viðurkennt mistök sem eru eingöngu af hennar völdum, heldur í kjarkelysi sínu, kennt sjálfstæðismönnum um eigið klúður.
Ég get vissulega komið með margar staðreyndir máli mínu til stuðnings, en ætla að geyma það í bili.
Þið vinstri menn eruð svo fyrirsjáanlegir, ég veit að ef ég kem með röksemdarfærslu, þá segir þú að þetta hafi verið svo mikil langloka osfrv., því þið nennið yfirleitt ekki að kynna ykkur málin og lesa staðreyndir, heldur það sem hentar betur ykkar málstað.
Jón Ríkharðsson, 29.5.2011 kl. 07:48
Þakka þér fyrir Gunnar, þú ert alveg með þetta, svona gæti spuninn einmitt litið út hjá þeim.
Auðvitað finnst þeim þetta allt saman vera Davíð að kenna, ef þau fá ekki bílastæði, þá er það honum að kenna.
Jón Ríkharðsson, 29.5.2011 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.