Dagur gefur tóninn.

Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar, hefur gefið tóninn varðandi flótta Samfylkingarinnar frá eigin ábyrgð.

Á eyjunni.is er haft eftir Degi, að mistökin sem gerð voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn megi ekki endurtaka sig.

Dagur hefur annað hvort gleymt því, eða vill ekki láta það fréttast, hvers vegna var gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2007.

Samfylkingin var á þessum tíma í tvöþúsund og sjögírnum og þá var vinstri mennska ekki í tísku hjá þeim.

Þau höfðu nýlega samþykkt landsfundarályktun þess efnis, að laga þurfi regluverkið betur að þörfum fjármálamarkaðarins, á sama landsfundi sagði formaðurinn m.a. að þjóðinni bæri að þakka jafnaðarmönnum fyrir frjálst flæði fjármagns, en það gerði bönkunum mögulegt að vaxa og skóp jarðveginn fyrir útrásina.

Á sama landsfundi var Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri og útrásarvíkingur sérstakur gestur.

Á Þingvöllum, þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð, þá lagði samfylkingarfólkið áheyrslu á, að laga þyrfti regluverkið betur að þörfum fjármálamarkaðarins, til þess að hann gæti vaxið enn frekar.

Það er athyglisvert í ljósi þess, að nú vilja margir í þessum ágæta flokki meina, að árið 2006 hafi fjármálakerfið verið orðið allt of stórt, en þau sögðu það vitanlega eftir að hrunið varð.

Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra í þessari ríkisstjórn og þrátt fyrir marga galla hjá henni, þá er meðvirkni ekki til í hennar kolli, hún er vön að standa ansi fast á sínu.

Það bendir til þess, að hún hafi verið nokkuð sátt við ástandið eins og það var, árið 2007.

Það er sama hvað Dagur og félagar í forystu Samfylkingar reyna að ljúga sig langt frá sannleikanum, hann kemst alltaf upp fyrr eða síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband