Samfylkingin sópaði til sín mestu styrkjunum.

Magnús Þór Hafsteinsson tók saman styrki frá bönkunum, til frambjóðenda og flokka fyrir kosningarnar vorið 2007.

Ef farið er yfir hina vönduðu samantekt Magnúsar þórs, þá kemur fram, að Samfylkingin fékk meira fé í styrki heldur en aðrir flokkar, á eftir þeim kom Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn var í þriðja sæti.

Háir styrkir vekja upp tortryggni hjá kjósendum, þess vegna var það gott framtak hjá sjálfstæðismönnum að minnka möguleika frambjóðenda og flokka til þess að afla sér ofurstyrkja.

Fólki til upprifjunar, þá var það Geir H. Haarde sem fékk Kjartan Gunnarsson til þess að móta tillögur varðandi takmarkanir styrkja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda á þeirra vegum og það er einmitt ástæða þess, að tími ofurstyrkja er liðinn.

Samfylkingin þáði styrkina áður en hún gekk til samstarfs við sjálfstæðismenn, þannig að hæpið er að þau geti kennt sjálfstæðismönnum um þá.

Samfylkingin getur aldrei verið trúverðugur flokkur, á meðan hún þorir ekki að horfast í augu við eigin gjörðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband