Hún segir nú ekki allan sannleikann.

Jóhönnu Sigurðardóttur hefur alveg láðst að nefna þá staðreynd, að hennar helstu ráðgjafar og uppistaðan í starfsliði ríkisstjórnarinnar, eru einmitt þeir sem gegndu ábyrgðarstöðum í bönkunum fyrir hrun.

Einnig gleymir hún að geta þess, að hennar ríkisstjórn stóð einmitt fyrir því, að láta erlenda vogunarsjóði hagnast á afskriftum þeim sem ætlaðar voru almenningi í landinu.

Líklegra verður að teljast, að eigendur vogunarsjóða tilheyri stétt "fjárglæframanna" og "stóreignaelítu", frekar en stétt hins almenna launamanns, kannski hefur Hrannar gleymt að segja henni frá því.

Á meðan heimili landsins eru í efstu þolmörkum, þá eru þeir sem ollu hruninu, fjárglæframennirnir, ennþá í fínum málum og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af sinni framtíð.

Það varður víst seint hægt að segja það um Jóhönnu, að hún sé í góðum tengslum við raunveruleikann.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sannleikurinn hefur sjaldan verið í hávegum hjá Jóhönnu (Hrannari). Að vísu á maður eftir að sjá alla ræðuna, en það sem fram kemur í fréttinni innheldur lítinn eða engann sannleik.

Þetta eru öfugmæli á öfugmæli ofan!

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Gunnar minn, Hrannar þarf að fara að vanda sig betur við ræðuskrifin, kerlingargreyið verður alltaf að athlægi í hvert skipti sem hún flytur ræðu.

Jón Ríkharðsson, 29.5.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sérkennilegt líka nafni að Jóhanna skuli bregða Sjálfstæðismönnum um sukk í ríkisstjórninni sem hún sat í með Ingibjörgu Sólrúnu. Sérstaklega þegar það er skoðað að sukkið var aðallega í ráðuneytunum sem Jóhanna stjórnaði á þeim tíma og þar jukustu útgjöldin mest.

Jón Magnússon, 29.5.2011 kl. 14:01

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni, þú komst með athyglisverða punkta varðandi Jóhönnu.

Hún stóð m.a. fyrir því að auka útlán Íbúðarlánasjóðs á sama tíma og þurfti að minnka þau.

Jón Ríkharðsson, 29.5.2011 kl. 14:12

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þarna komuð þið nafnar með athyglisvert innlegg, hafið þökk fyrir það.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2011 kl. 15:39

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir innlitið Hrólfur minn og hólið til okkar nafna.

Jón Ríkharðsson, 29.5.2011 kl. 16:03

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Drottin gaf og Drottin tók segir biblían/Jóhanna bera tekur !!!!

Haraldur Haraldsson, 29.5.2011 kl. 17:21

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón já það er eitthvað mikið að og við gerum ekkert í því! Það verður að fara að láta þessa stjórn og þessa stjórnmensku okkar finna fyrir alvöru mála hér á landi!

Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 22:13

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Halli minn, ég efast um að Hrannar hafi frætt hana um speki hinnar helgu bókar.

Hann verður að gefa sér tíma til að upplýsa skjólstæðing sinn aðeins betur finnst mér.

Jón Ríkharðsson, 30.5.2011 kl. 06:57

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Sigurður, við erum nú eitthvað að gera með því að fjalla um þetta allt saman.

Þetta líður hjá og langur tími líður þar til vinstri stjórn verður kosin næst, síðast liðu átján ár, ég held að það verði lengri tími næst.

Jón Ríkharðsson, 30.5.2011 kl. 06:59

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi kona virðist ekki kunna að segja satt og rétt frá

Jón Snæbjörnsson, 30.5.2011 kl. 08:04

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú segir nokkuð nafni, en ef hún kann að segja satt, þá fer hún afskaplega dult með þá kunnáttu sína.

Enda er leyndarhyggjan allsráðandi hjá henni um þessar mundir.

Jón Ríkharðsson, 30.5.2011 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband