Ekki er nú sjálfstraustið mikið.

Jón Gnarr borgarstjóri verður seint talinn í hópi stjórnmálaskörunga, þótt örfáir góðviljaðir sérvitringar hrósi framgöngu hans og telji hann standa sig nokkuð vel.

Í vuðtali við Euronews á dögunum, kvaðst hann ekki hafa greitt sjálfum sér atkvæði, enda mun hann hafa vitað þá staðreynd, að hann gæti ekki valdið borgarstjórastarfinu.

Eina loforðið sem hann setti fram í fúlustu alvöru, var víst að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, því honum þykir svo afskaplega vænt um þessar skepnur.

Það mun vera athyglisvert fyrir fræðimenn hér á landi og annarsstaðar, að skoða þetta furðufyrirbæri, sem sinnir borgarstjórastarfi af talsverðum vanmætti, en nokkrum velvilja þó, því þetta er gæðasál þrátt fyrir allt.

Ætli þetta sé ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn í veraldarsögunni, sem fer í framboð og greiðir svo ekki sjálfum sér atkvæði?

Þetta hljóta að vera athyglisverðir tímar fyrir vísindamenn á sviði sálvísinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband