Sunnudagur, 5. júní 2011
Steingrímur hótar skuldsettu fólki.
Gera má ráð fyrir því, að þeir einstaklingar sem fengið hafa niðurfellingu vaxta hjá Landsbankanum séu í umtalsverðum erfiðleikum og þoli ekki frekari byrðar.
En fjármálaráðherrann leitar leiða til þess, að kreista eins mikið fé út úr landsmönum og mögulegt er, jafnvel meira.
Á Vísi.is kemur fram, að starfsfólk fjármálaráðuneytissins er að leita leiða til þess, að fá fólk til að endurgreiða vaxtabætur, hafi það fengið niðurfellingu vaxta frá Landsbankanum, en þá vaknar upp sú spurning, hvort niðurfellingin sé til einhvers gagns.
Skuldugir einstaklingar sem hafa fengið vaxtabætur eru vafalaust búnir að eyða þeim, samt ná endar ekki saman. Niðurfelling vaxta lagar ekki allt, en getur hugsanlega gert lífið léttbærara hjá mörgum.
En um leið og fólk telur sig geta andað örlítið léttar og sér kannski fram á einhverja von, þá kemur fjármálaráðherra og hótar því, að láta þessa einstaklinga greiða vaxtabæturnar til baka, jafnvel þótt það sé ómögulegt.
Fjármálaráðherrann hefur afhent erlendum vogunarsjóðum skjaldborgina sem almenningur átti að njóta, hann hefur hækkað skatta up úr öllu valdi og hækkað öll gjöld sem ríkið hefur yfir að ráða, en hann er ekki hættur.
Nú á að taka allt til baka, sem ríkið hefur veitt til skuldugra heimila, þ.e.a.s. ef þau eru í viðskiptum við ríkisrekna bankann.
Hvaða pyntingartól smíðar hann svo næst, til að herða sultaról skuldugra heimila?
Athugasemdir
Stundum held ég að Steingrímur sé djöfullinn sjálfur, allavega er þessi drullusokkur og lygari mesti viðbjóður sem Ísland hefur alið.
Árni Karl Ellertsson, 5.6.2011 kl. 22:38
Ekki veit ég hvort Steingrímur sé sá vondi sjálfur, hann er eiginlega of mikill kjáni til þess.
Ég held að þetta sé bara klaufagangur hjá honum, hann er að reyna sitt besta, en vitið er ekki meira en Guð gaf.
En ég er sammála þér Árni Karl, hann er andskoti lyginn, en það gildir um flesta kjána sem ég þekki, klaufskir og lygnir, en haldnir óbilandi sjálfstrausti.
Jón Ríkharðsson, 5.6.2011 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.