Miðvikudagur, 8. júní 2011
Verk hinnar "tæru vinstri stjórnar".
Ekki vantaði yfirlýsingarnar þegar fyrsta "tæra vinstri stjórn lýðveldisins" var stofnuð. Það átti nú aldeilis að byggja skjaldborg um heimilin, koma á fót stjórnlagaþingi og umbylta kvótakerfinu, Samfylkingin var hörð á því, að hin svokallaða fyrningarleið yrði farin.
Það þótti alger nauðsyn að koma á fót stjórnlagaþingi, einnig hafði Samfylkingin talað um, að þar sem við værum friðsöm þjóð, þá ættum við hið snarasta að taka okur af "lista hinna viljugu þjóða", þau vildu ekkert hafa með Íraksstríðið að gera. Ennfremur átti að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar og láta þá svara til saka, varðandi meint mistök í aðdraganda hrunsins.
Svo kemur vanhæfni hennar alltaf betur og betur í ljós, það eins sem þessi ríkisstjórn hefur gert nokkuð skammlaust, það er að hlýða AGS í einu og öllu. Hlýðni þeirra við Alþjóða gjaldeyrissjóðin gerir það að verkum, að ýmsar tölur líta Þokkalega út á blaði, vitanlega hrósa þau sér mikið af því öllu saman, það er eins og með fyrri vinstri stjórn, þau hrósuðu sér af hlýðni við aðila vinnumarkaðarins, varðandi þjóðarsáttasamninganna, en vitanlega hrósa þau sér af því öllu, þótt vitað sé að aðrir eigi heiðurinn.
Ríkisstjórnin getur ekki, þrátt fyrir mikla elju spunameistara ýmissa, hrósað sér af skjaldborg um heimilin, hún var afhent erlendum vogunarsjóðum sem engin veit deili á, nema fjármálaráðherrann kannski.
Þótt fyrningarleiðin sé snargalin, þá var hún engu að síður eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og þau ætluðu að beita sér fyrir henni. Ríkisstjórnin getur ekki einu sinn komið með þokkalegt frumvarp um fiskveiðimál, þótt margt megi gagnrýna við lög um sama efni hjá fyrri ríkisstjórnum, þá var ekki eins mikill ágreiningur um þau, það er einfaldlega enginn sáttur við frumvörp þeirra um fiskveiðistjórnun, fyrir utan þá sem að þeim standa, en það eru náttúrulega ekki fréttir.
Svo þetta með stjórnlagaþingið, kosningarnar voru dæmdar ólöglegar, það mun vera einsdæmi í vestrænu lýðræðisríki, að kosningar sem skipulagðar eru af lýðræðiskjörinni ríkisstjórn séu dæmdar ólöglegar. En þau skýrðu það þá bara stjórnlagaráð og fóru framhjá lögum.
Við erum víst enn á lista "hinna viljugu þjóða", þrátt fyrir andstöðu Samfylkingar, og þau bættu um betur, studdu loftárásir í Líbýu. Þetta er mjög undarlegt, en samt satt.
Svo er það, að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, ríkisstjórnin taldi sig fá einhverjar vinsældir fyrir að vilja refsa stjórnmálamönnum, en það var nú ekki aldeilis á þann veg sem þau ætluðu.
Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde eru sennilega einsdæmi í vestrænu lýðræðisríki og verða vonandi aldrei aftur endurtekin.
Hægt er að fjalla um það stóra tjón sem orðið hefði, ef þeim hefði tekist að koma Icesave sjónarmiðum sínum í gegn, en þau sluppu fyrir horn, þökk sé þjóðinni.
Þegar farið er yfir ofantalin atriði, þá sést það glöggt að verk þessarar ríkisstjórnara samanstendur af mistökum, stórum og smáum. Þess vegna er það undarlegt að fylgi við hana hefur aukist.
Sá sem heldur því fram að þessi ríkisstjórn standi sig vel, þarf að finna ansi sterk rök máli sínu til stuðnings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.