Miðvikudagur, 15. júní 2011
Aðför að frelsi fólks.
Það að banna Norskum herskóla að kynna sitt nám er ekkert annað en aðför að valfrelsi framhaldsskóla nema.
Ádögunum var viðtal við ungan mann, sem hafði lokið verkfræðinámi við herskóla í Noregi. Hann sagði að enginn væri skyldaður til að taka þátt í bardögum, þannig að ekkert samansem merki er á milli þess, að taka þátt í heræfingum og stunda nám í herskóla og að drepa á vígvellinum.
Þetta skilja stjórnarliðar ekki, fyrir þeim er heimurinn óskaplega einfaldur, þótt hann sé í eðli sínu margbrotinn og flókinn.
Mikið hefur verið rætt um agaleysi ungmenna hér á landi, vegna þess að við höfum ekki herskyldu.
Af þeim sökum ættu stjórnmálamen og íslendingar allir að fagna því, að ungmenni fái tækifæri til að læra þann aga sem kenndur er í hernum.
En að sjálfsögðu á íslenskum ungmennum að vera það frjálst, að ganga í herskóla og einnig að taka þátt í bardögum, sé það þeirra vilji.
Öll þessi forsjárhyggja gerir ekkert annað en að eyðileggja möguleika fólks til að þroskast á eigin forsendum.
Herkynningar verði bannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf þá að breyta gildandi lögum...þetta hefur verið bannað í áratugi samkvæmt íslenskum lögum.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2011 kl. 18:55
Bannað að fara í herskóla, en hernaðaraðgerðir NATO í Líbíu studdar? Er þetta ekki eitthvað mótsagnarkennt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.6.2011 kl. 19:00
Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.
Þú vilt sem sagt frelsi til brjóta 114 grein hegningarlaga.. er það ekki svolítið æsingakennt ?
Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2011 kl. 19:07
Ég spyr varðandi 114 gr. ef kynning fer fram hér á landi en ráðning fer fram við ráðningarskrifstofu Norskahersisins hvern á þá að dæma til hvers ná þá löginn. ?
Hvaða rugl er þetta í Svandísi.?
Rauða Ljónið, 15.6.2011 kl. 19:23
Ég er ekki vel að mér í lögum, en miðað við athugasemd Sigurjóns hér fyrir ofan, þá telst þetta kynning en ekki ráðning.
En ef þetta er klárlega ólöglegt, þá ber að sjálfsögðu að fara eftir því, en miðað við reynsluna, þá virðist nú vera hægt að skilgreina hin ýmsu lög á marga vegu.
Jón Ríkharðsson, 15.6.2011 kl. 19:34
Ef athæfið er ólöglegt þá eru skólastjórnendurnir sem leyfðu það samsekir. Svo var það íslenskur strákur sem norsararnir sendu hingað til að ríkrúta.
En það skiptir samt ekki máli því það er jafn ólöglegt á Íslandi að fá einhvern til að fara til Noregs og brjóta lögin þar. Ef á íslenskri grundu er lagt á ráðin um að fremja verknað sem er glæpur á Íslandi, þá kallast það samsæri og allir hlutaðeigandi eru samsekir um glæpinn.
Sama og gildir þegar fíkniefnasmyglarar leggja á ráðin um að fara til útlanda og ná sér í dóp til að smygla til Íslands. Það er einfaldlega samsæri um refsivert athæfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2011 kl. 19:57
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2011 kl. 19:57
Hvað segja menn ef fjölpóstur frá þeim sömu berast. Verður bannað að senda fjölpóst? Eða ef kynningin fer fram á netinu. Eða verðu netlögregla sem Steingrímur og VG vill koma á virkjuð og netið lagt niður.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 15.6.2011 kl. 20:37
Jón Ingi, mér finns oft gott að ræða við sérfræðinga ef ég er ekki viss, þannig að ég hringdi í tvo góða vini mína, sem báðir eru reyndir lögfræðingar.
Þeim bar báðum saman um, að lögin mætti túlka á þann veg, að ekki væri óleyfilegt að kynna störf í hernaði, þótt ekki mætti ráða menn í her.
Sigurður Líndal er reyndar á því, að lögin banni þetta sem drengurinn er að gera í skólunum, ég bar það undir lögfræðingana og þeir sögðu það vera eðli laga, að ávallt megi túlka þau á fleiri en einn veg.
Fyrir dómi yrði túlkunin sem Sigurjón kom með hér fyrir ofan, þ.e.a.s. að lögin bönnuðu ekki kynninguna, því augljóst væri að ungi maðurinn hefði ekkert umboð til þess að ráða einn eða neinn, það væri Norski herinn sem gerði það í Noregi og engin íslensk lög geta komið í veg fyrir það, að menn ráði í sig í heri í útlöndum.
Svo kæmi í ljós hvernig dæmt yrði í málinu, en slíkt fer oftast eftir málflutningi þeirra lögmanna sem málið flytja.
Þannig að þetta er ekki óvéfengjanlegt lögbrot að mati lögfræðinganna tveggja.
Jón Ríkharðsson, 15.6.2011 kl. 23:14
Hér var nákvæmlega engin glæpur framin, hér var ekki verið að ráða einn né neinn í erlendan her, einfaldlega kynning á námsleiðum í boði og fólki fullkomlega í sjálfvald sett að segja "nei takk" eða "já takk" svo þessi 114. grein almennra hegningarlaga fellur ekkert undir þetta. Það sem fer í taugarnar á mér er þessi helvítis forræðishyggja vinstri stjórnar afskiptasemi alltaf hreint, pólitíkusar, misgáfaðir og jafn vel svo heimskir að þeir eru móðgun við heimskt fólk, tala með afturendanum og tala líka í hringi og í mótsögn við sig. Það er haldin kynning á námsefni, sem er frítt og í boði Norska hersins, langi þig til að skoða þann möguleika ferð þú til Noregs, alveg ópíndur og gerir samning, alveg ópíndur og enginn sem miðar byssu að hausnum að þér og krefst þess að þú skrifir undir. Þetta er frábær valkostur sem ég hefði glaður skoðað á sínum tíma, fá frítt nám, læra aga (sem stórvantar í heimtufrekar Cocoa Puffs, PS1/PS2/PS3 kynslóðir á Íslandi), herþjálfun (Boot Camp) og ráða því algerlega hvort maður vill eða vill ekki berjast í stríði.
Sævar Einarsson, 16.6.2011 kl. 00:37
Sævarinn, þetta er hressilegt innlegg hjá þér og ég er innilega sammála þér, þú ert greinilega hörkunagli.
Það er gaman að geta þess, að annar lögfræðinganna sem ég talaði við sagði mér, að sig minnti að 144. greinin hefði verið samin til þess að vernda Ísland, þ.e.a.s. koma í veg fyrir að erlendir herir gætu fengið innlenda liðsmenn til þess að vinna gegn eigin þjóð.
Við skulum ekki gleyma því, að grunsemdir voru uppi um, að íslenskir kommúnistar vildu stofna hér kommúnistaríki, með aðstoð Sovétmanna.
Erfitt er að sanna slíkt með óyggjandi hætti, en greinilega óttuðust íslenskir ráðamenn þennan möguleika, eftir því sem lögfræðingurinn sagði mér.
Þessi vinur minn hefur þá áráttu að lesa sér til um allan fjandann og það sem sama hvað maður spyr hann um, hann virðist aldrei standa á gati, þannig að ég tek mikið mark á honum.
Hann upplýsti mig um það sem ég ritaði hér að ofan.
Jón Ríkharðsson, 16.6.2011 kl. 01:34
Ég biðst velvirðingar á villunni í síðustu athugasemd, það átti vitanlega að vera grein númer 114 en rkki 144.
Jón Ríkharðsson, 16.6.2011 kl. 01:35
Fersk og skemmtileg umræða hér að ofan, sjálfur var ég 14 ára þegar ég birjaði hjá coast-guardinum íslenska, barðist meira að segja við ansk bretann í 50 sml stíðinu, en það telur líklega ekki hér .....
undrast ef Svandís Svavarsdóttir hreinlega hefur leyfi eða umboð til að banna svona "kynningar" í skólum og almennt hér á landi ... það væru þá mikil völd sem ein manneskja hefur !
Jón Snæbjörnsson, 16.6.2011 kl. 08:30
Jú nafni, vissulega telst það merkilegt að hafa tekið þátt í þorskastríðinu.
Ég man vel eftir stöðugum fréttum af afrekum varðskipsmanna á þessum tíma.
Jón Ríkharðsson, 16.6.2011 kl. 15:36
Fulltrúar erlendra hernaðaryfirvalda eiga ekkert erindi í íslenskum framhaldsskólum.
H.T. Bjarnason 17.6.2011 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.