Ísland úr NATÓ?

Nú vilja þingmenn VG að Ísland gangi úr NATÓ, en slíkt er vitanlega glórulaus vitleysa.

Lítið land án varna er berskjaldað fyrir hverskyns árásum, þannig að við verðum að sinna öryggismálum af mikilli alvöru.

Hægt er að fallast á þá staðreynd, að líkurnar á að ráðist sé á Ísland séu ekki miklar um þessar mundir, en í víðsjárverðum heimi getur allt gerst.

Ekki er ýkja langt síðan að fólk hér á landi gladdist yfir því, að við værum laus við alvarlega glæpi og engin skipulögð glæpastarfsemi til staðar.

Fyrir ansi mörgum árum vorum við nokkrir æringjar um borð í togara að skipuleggja bankarán, það ætti að vera mjög auðvelt og ef illa færi, þá værum við svo vanir að vera innilokaðir um borð í togara, þannig að fangelsisvistina ættum við að þola nokkuð vel.

Við vorum sammála um að það erfiðasta væri, að sannfæra bankagjaldkerann um að okkur væri alvara, þótt einhver ræki byssu upp að andliti bankamanns, þá tæki hann ekkert mark á því, teldi þetta bara grín.

Okkur var engin alvara með þessu, enda óttalegegir sakleysingjar, þetta var á fyrstu árum videós um borð í togurum og við höfðum verið að horfa á mynd um bankarán, þannig byrjaði þesi fíflagangur.

Í dag, þá myndi engum detta til hugar að grínast með leikfangabyggu í banka, viðkomandi yrði strax meðhöndlaður ansi harkalega, því skipulögð glæpastarfsemi er staðreynd hér á landi og hún fer vaxandi, þrátt fyrir að hún hefði verið óhugsandi fyrir einhverjum árum.

Vegna þess hversu erfitt er að ráða í framtíðina, þá tryggir fólk sig fyrir hugsanlegum áföllum og sem betur fer, þá eru margir svo heppnir, að áföllin koma aldrei og tryggingafélögin græða.

Samt sem áður tryggir fólk sig, það þykir sjálfsagt og eðlilegt mál og sömu rökin gilda varðandi aðild að NATÓ.

Jafnvel þótt Ísland verði aldrei fyrir árás hryðjuverkasamtaka eða annarra ríkja, þáþurfum við að vera við öllu búin. Við höfum hvorki aðstæður né bolmagn til að byggja upp eigin her, þes vegna þurfum við að treysta á aðstoð annarra ríkja og það gerum við með aðild að Atlandshafsbandalaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega er ég sammála þér Jón.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.6.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ingibjörg Guðrún.

Jón Ríkharðsson, 15.6.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband