Við þurfum alvöru frjálshyggju hér á landi.

Velferðarkerfi heimsins og risavaxin útgjöld hins opinbera eru að sliga flestar þjóðir.

Stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tælt kjósendur til fylgis við sig, gegn því að fá einhverjar dúsir sem greiddar eru síðan af kjósendum. Það þarf nýja hugsun í pólitíkina hér á landi.

Stjórnmálamenn eiga að finna út lágmarkskostnað við rekstur ríkisins og halda sig innan þeirra marka.

Þarf þjóð sem telur þrjúhundruð þúsund sálir fjóra háskóla á meðan aðrar þjóðir reka einn háskóla á milljón íbúa?

Þurfum við ofvaxna utanríkisþjónustu sem rekur rándýr sendiráð víða um heim?

Stjórnmálamenn þurfa að hafa kjark til að flytja kjósendum sínum boðskap sem lætur ekki endilega vel í eyrum, en er til farsældar þegar til lengri tíma er litið.

Fólk þarf að axla ábyrgð á sínu lífi, þannig næst aukinn þroski. Ef borgararnir standa í þeirri meiningu að ríkið reddi þeim alltaf, þá svæfir það sjálfsbjargarviðleitnina.

En til þess að frjálshyggjan nái að blómstra, þá þarf grundvallar hugarfarsbreytingu hjá fólki.

Hver og einn þarf að vera meðvitaður um það, að hann beri ábyrgð á eigin lífi og annarra. Með því að taka út óverðskuldaðar bætur þá er um leið verið að takmarka möguleika þeirra sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda.

Við eigum að leitast við að vera gefendur frekar en þiggjendur. Þeir sem heilbrigðir eru eiga að huga að þeim sem aldraðir eru og sjúkir, við erum öll á sama báti.

Á meðan félagshyggjan útdeilir peningum hægri vinstri og hækkar skatta, þá vill frjálshyggjan lækka skatta og leyfa borgurunum að stjórna í hvaða farveg þeir vilja setja sitt fjármagn í.

Fimmtán til tuttugu prósent flatur skattur eykur ráðstöfunartekjur heimilanna umtalsvert og það hlýtur að koma sér vel fyrir landsmenn alla.

Þeir sem að kenna stjórnsýsluna á Íslandi við frjálshyggju ættu að lesa sér betur til um hana, frjálshyggja hefur aldrei ríkt á Íslandi, því er nú ver og miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband