Vinstri grænir eru á móti hagkvæmni.

Það er gott framtak hjá Katrínu Júlíusdóttur að kjósa frekar fólk með þekkingu heldur en að burðast með vildarvini VG í stjórn Byggðarstofnunar.

En vinstri grænir eru á móti hagkvæmni, þeir vilja dunda sér í skjóli flokksins við hin ýmsu gæluverkefni.

Frægt er þegar vinstri grænir sögðu að hagkvæmnin ein og sér ætti ekki að ráða för í sjávarútvegsmálum, en það eru vitanlega helber ósannindi.

Vinstri grænir seldu ESB stefnu sína fyrir ráðherrastóla og nú tryllast þeir af því að þeir fá ekki að sitja í stjórn Byggðarstofnunar.

Það væri gaman að heyra forystu VG rökstyðja það, að hagkvæmnisjónarmið ráði för hjá þeim, varðandi skoðun þeirra á framtaki iðnaðarráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek heilshugar udir þetta. Það var tímabært að sópa ruslinu undan teppinu.

Þráinn Jökull Elísson, 26.8.2011 kl. 13:08

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Þráinn Jökull.

Jón Ríkharðsson, 26.8.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband