Afnema skólaskyldu barna?

Hinn afar sérstæði borgarstjóri mun hafa komið með þá tillögu, að afnema skólaskyldu barna ef marka má þá hjá Útvarpi Sögu, en sagt var frá því í morgun.

Eins mikið og ég er á móti boðum og bönnum, þá get ég aldrei tekið undir það sjónarmið að afnema skuli skólaskyldu barna, slíkt er brot á þeirra réttindum.

Nú kann einhverjum að þykja kjánalegt að vera að velta fyrir sér umælum borgarstjórans, en í ljósi atburða síðustu ára, þá virðist allt geta gerst hér á landi.

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, að Jón Gnarr yrði borgarstjóri? Og hverjum hefði komið til hugar að ríkisstjórn með eingöngu vinstri menn innanborðs ætti eftir að setjast að völdum hér á landi, þegar litið er til hörmungarsögu vinstri stjórna á lýðveldistímanum?

Undarleg sjónarmið virðast hafa hljómgrunn, þess vegna þarf að kæfa þau í fæðingu.

Grunnhyggni borgarstjórans endurspeglast í þessari skoðun hans. Ástæða þess að börn eru skyldug til að mæta í skóla er vitanlega sú, að þau hafa ekki þroska til að ráða sér sjálf. Ekki þarf að uppfylla sérstök skilyrði til þess að vera foreldri og einhverjir foreldrar myndu eflaust grípa það fegins hendi, ef skólaskylda yrði afnumin og telja sig spara á því að kenna börnunum sjálf.

Í breyttum heimi, þar sem krafist er meiri þekkingar en áður, þá er það lífsnauðsynlegt fyrir börn að fagfólk sjái um menntun þeirra. Það dugar ekki lengur að kenna börnum að draga til stafs og læra stafrófskverið, auk þess er hraðinn orðinn svo mikill, að foreldrar gætu ekki frætt börn sín með viðeigandi hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband