Mánudagur, 29. ágúst 2011
"Hann trúir öllu sem hann segir".
Fyrir margt löngu sagði einhver við Einar Olgeirsson, sem var forystumaður sósíalista á fyrstu áratugum liðinnar aldar, að Jónas frá Hriflu væri falskur og ómerkilegur. Einar sagði það ekki vera rétt, því"hann trúir öllu sem hann segir".
Sama má segja um Steingrím J. Sigfússon, ekki fer á milli mála, að hann trúir öllu sem hann segir og það er slæmt fyrir þjóðina.
Ótvíræður árangur í skattamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- arncarol
- aslaugfridriks
- asthildurcesil
- baldher
- berg65
- beggo3
- bjarnihardar
- dullur
- westurfari
- baenamaer
- binnib
- carlgranz
- jari
- einargisla
- hjolagarpur
- ellamagg
- eeelle
- emilkr
- blaskjar
- ea
- vidhorf
- trukona
- elnino
- gp
- muggi69
- alit
- zeriaph
- gunnargunn
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- hallarut
- doralara
- halldorjonsson
- hannesgi
- harhar33
- heimssyn
- aglow
- helgatho
- hhraundal
- ghordur
- hordurhalldorsson
- chung
- ieinarsson
- jenni-1001
- naflaskodun
- johanneliasson
- huxa
- angel77
- islandsfengur
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- jorunnfrimannsdottir
- kallpungur
- ksh
- kolbrunerin
- kiddikef
- kristinndagur
- kij
- kristinn-karl
- krist
- kristjan9
- vonin
- lifsrettur
- altice
- ludvikjuliusson
- mfo
- mofi
- morgunbladid
- sumri
- olijoe
- olafurjonsson
- t24
- omarbjarki
- svarthamar
- skari
- pallvil
- predikarinn
- ragnarbjarkarson
- ragnargeir
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- fullveldi
- sjos
- shhalldor
- sjonsson
- sigurdurkari
- sisi
- siggith
- sigvardur
- snorribetel
- stefanjul
- lehamzdr
- kleppari
- theodor
- theodorn
- tibsen
- vert
- valdimarjohannesson
- villagunn
- vey
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- icekeiko
- konnadisa
- doddidoddi
- nautabaninn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei hann trúir því ekki, hann þekkir þessar gömlu Stalinsaðferðir ef þú lýgur nógu sannfærandi og nógu oft, þá verður það sannleikurinn. Allavega svona til að byrja með. Þetta er þekkt fyrirbæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 15:35
Ásthildur mín, nú neyðist ég til að vera algerlega ósammála þér, eins og mér finnst það leiðinlegt, því ég dáist alltaf svo mikið að vestfirskum valkyrjum og vestfirðingum yfir höfuð. Kannski spilar það inn í, að ég á ættir að rekja vestur í Djúp og Breiðafjörðinn. Einnig hef ég hef lesið talsvert um lífsbaráttu vestfirðinga og hef reynt það, að hörkuna hafa vestfirðingar fengið í arf, ásamt drenglyndi, góðu hjartalagi og óbilandi dugnaði.
En nóg um það Ásthildur mín, að mínu mati, þá eru þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur ekki nógu vel gefin til að skynja þjóðina eins og hún er. Ættingjar mínir að vestan skiptu fólki niður í vel gefið og illa gefið, mér finnst það góð skilgreining, þótt fólk, af einhverri kurteisi eða öðrum hvötum, hefur hætt að kannast við þesi góðu hugtök.
Steingrímur er bara ekki nógu vel gefinn til að geta stjórnað af viti. Hann hefur engan hag af því að haga sér svona, Jóhanna ekki heldur.
Þau eru þjökuð af einhverri óskiljanlegri biturð út í þá sem komast áfram í lífinu, sú afstaða að vera á móti einhverjum hópi fólks þeirrar þjóðar sem viðkomandi er treyst fyrir að stjórna, hún ein og sér segir mér að því miður er vitið ekki meira en Guð gaf.
Stalin, Hitler og allir þessir trúðu því raunverulega að þeir væru að fylgja göfugri hugsjón, drápin öll voru nauðsynleg til að styrkja málstaðinn að þeirra mati.
Jón Ríkharðsson, 29.8.2011 kl. 18:27
Ég var ekki að réttlæta karlinn heldur benda á mítuna um að ef þú segir sama hlutinn nógu oft, þó það sé lýgi þá telja sumir að það verði að lokum sannindi. Það var einmitt bara það sem ég var að benda á. Þetta á við um Steingrím okkar, hann raunverulega trúir því að ef hann segir sömu lygina nógu oft þá verði hún sannleikur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 18:35
Já Ásthildur mín, ég skil hvað þú meinar, en ég er bara viss um að hann hefur alltaf trúað þessari vitleysu.
Um það erum við ekki sammála, þú heldur að hann hafi byrjað á að ljúga meðvitað, svo farið að trúa lyginni í sér.
Ég held aftur á móti að hann hafi allan tímann trúað þvælunni sem hugmyndafræðingar sósíalista hafa soðið saman.
Því mkiður finnst mér hann ekki nógu gáfaður í þetta starf, honum hefði farið betur að vera jarðfræðingur eða íþróttafréttaritari.
Einn góður vinur minn sem starfað hefur í stjórnmálum lengi, sagði mér frá fyrstu kynnum sínum af Steingrími, þegar Steingrímur var að byrja í pólitík.
Hann sagðist hafa hlustað á þennan unga mann, vel mælska og hann talaði góða íslensku, en hann sagði eiginlega ekkert af viti.
Þannig finnst mér Steingrímur vera, maður margra orða, án þess að segja nokkuð sérstakt.
Jón Ríkharðsson, 29.8.2011 kl. 19:37
Hann var nú svo frægur að synda í Gangesfljóti hér um árið, svo íþróttamennskan á ef til vill vel við hann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 22:07
Það get ég fallist á Ásthildur, hann er helvíti sprækur í skrokknum kallinn, hann hefði betur haldið sig við íþróttirnar, ég er ekki viss um að fræðimennska fari honum vel, þótt hann sé menntaður í jarðfræði.
Hann gæti kannski orðið góður kennari, hann er skýrmæltur og með góða rödd.
En í pólitík á hann ekki heima, það er á hreinu.
Svona er ég nú gerður Áthildur mín, mér er alltaf illa við að tala illa um fólk, ég vil alltaf sjá það jákvæða í öllum, eru það ekki bara vestfirsku genin?
Jón Ríkharðsson, 29.8.2011 kl. 22:56
Jú sennilega. En við höfum líka munninn fyrir neðan nefið, Vestfirðingar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 23:05
Það er alveg rétt, en þar er hreinskilni á ferð en engin illska. Það er stór munur þar á.
Jón Ríkharðsson, 29.8.2011 kl. 23:20
Jamm
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.