Ganga þarf hægt um gleðinnar dyr.

Við þurfum ávallt að ganga hægt um gleðinnar dyr, því oft ríkir sorgin þar fyrir innan.

Vissulega er gott þegar erlendir fjárfestar sýna okkur áhuga, en hvorki er gott að setja svo stíf skilyrði að þeir bregðast ókvæða við og forða sér, eða að fagna þeim svo innilega, að þeir telja sig hafa frjálsar hendur með að gera hvað sem þeim sýnist.

Við þurfum að gæta þess, að íslendingar fái vinnu við byggingu allra mannvirkja sem Kínverjinn vill reisa, einnig þurfum við að setja skilyrði fyrir því, að keypt verði íslensk aðföng og íslenskt starfsfólk ráðið til starfa, á sambærilegum kjörum og gilda hér á landi.

En til þess að gleðja auðmanninn frá Kína, má vel bjóða honum skattaívilnanir og afslátt af ýmsum gjöldum, það gerðu Írar með góðum árangri.

Við þurfum að marka skýra stefnu í þessum málum, ef einhver er að fjárfesta vissa upphæð, sem skiptir hagkerfið máli og skapar mörg störf, þá er eðlilegt að veita viðkomandi góðan skattaafslátt og ýmis hlunnindi.


mbl.is „Ísland þarf peningana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Verða ekki Íslendingar sjálfir að fylgja þessum vinnu uppástungum þínum áður en þú ferð framá að erlendir fjárfestar geri það?

Þar að auki grunar mig að það sé ekki löglegt að setja þessi skilyrði.

Teitur Haraldsson, 30.8.2011 kl. 20:23

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki hef ég á móti því að aðrar þjóðir setji íslendingum sömu skilyrðin, vitanlega verða allar þjóðir að hugsa um hagsmuni sinna landsmanna.

Það þarf allavega að leita leiða til að íslendingar njóti raunverulega góðs af þessu, skatttekjur af starfseminni einar og sér eru ekki nóg að mínu mati.

Væri ég í þeirri stöðu að kaupa eitthvað land í útlöndum til að hefja starfsemi, þá þætti mér eðlilegt að þessar kröfur yrðu gerðar til mín.

Jón Ríkharðsson, 30.8.2011 kl. 23:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kínverji þessi var háttsettur í „lygamálaráðuneyti“ landsins, eins konar Göbbels áður en hann fór að féfletta almúgann. Vel að merkja er alveg öruggt að honum var kyrfilega komið fyrir í herbergi Hjörleifs sem njósara á vegum stjórnvalda og hefur áreiðanlega staðið sig vel, annars væri hann ekki svona háttsettur. En eins og við er að búast gleypa aularnir í Samfó við þessu eins og öðru. Annars ættu menn að lesa blogg nafna míns Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar um þetta mál http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1187781/. Þar kemur ýmislegt athyglisvert fram.

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.8.2011 kl. 13:29

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Búinn að lesa það Vilhjálmur, ríkisstjórnin er vitanlega ekkert að hafa fyrir því að kynna sér þessi mál.

Þegar ég hlustaði á viðtalið við Jóhönnu í sjónvarpinu, þá sagðist hún fagna því, að erlendir fjárfestar vildu hjálpa okkur.

Það kemur enginn erlendur fjárfestir hingað til lands, til þess að hjálpa íslendingum. Eðli fjárfesta er að græða en ekki hjálpa, ef þeir telja sig geta grætt á að hjálpa, þá hjálpa þeir, annars ekki.

En vinstri stjórnin þekkir hvorki eðli fjárfesta né eðli fólks almennt.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband